Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 52

Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 52
Eftir Þorgrím Þráinsson Valur vængpm tMin! Reynip Vignir formaður Vals, Geir Sueinsson þjálfari meistaraflokks í handbolta og Grímur Sæmundsen formaður knattspyrnudeildar í hringborðsumræðum um sameiningarmál, framtíðarskipulag að Hlíðarenda, afreksstefnu og um það hvernig þeir vilja sjá Val í framtíðinni. • Er heilsársítiróttaskóli það sem koma skal? • Verður starfinu skipt upp í barnastarf og afreksstarf? • Verður Hlíðarendi allsherjar iþróttaparadfs? Það má með sanni segja að Knattspymu- félagið Valur standi á tímamótum um þessar mundir. Ástæður þess eru marg- víslegar en flestum ber saman um að fé- lagið hafi alla burði til að svífa vængjum þöndum á næstu áratugum og gott betur - án þess að missa flugið. I kjölfar þess að ekkert varð úr sameiningu við Fjölni í Grafarvogi hafa verið teknar upp við- ræður við Reykjavíkurborg um framtíð- arskipulag að Hlíðarenda. Til að ræða þau mál og fjölmargt ann- að leitaði Valsblaðið til þriggja áhrifa- mikilla einstaklinga í Val sem njóta virð- ingar og gegna forysluhlutverki í félag- inu. Allir hafa þeir verið Valsmenn frá blautu bamsbeini og þekkja innviði fé- lagsins eins og finguma á sér. Þetta eru þeir Reynir Vignir, formaður Vals, Grím- ur Sæmundsen, formaður knattspyrnu- deildar og einn ástsælasti vinstri bak- vörður Vals og fyrirliði til margra ára og Geir Sveinsson þjálfari meistaraflokks í handbolta, fyrrum landsliðsfyrirliði, at- vinnumaður og margfaldur Islands- og bikarmeistari. Fyrst var Geir inntur eftir því hvemig hann upplifði félagið eftir að hafa leikið sem atvinnumaður til langs tíma og hvað honum fyndist um þá uppbyggingu sem hefði átt sér stað meðal yngri iðkenda Vals. „Það eru liðnir fimmtán mánuðir síðan ég kom heim og byrjaði að þjálfa og ég neita því ekki að ég hef orðið fyrir von- brigðum. Það virðist ekki vera mikið hópefli í gangi um að rífa félagið upp en sjálfur hef ég alls ekki lausn á því hvem- ig á að gera það. Valsmenn eru almennt að krefjast of mikils en skila of litlu á móti. Þetta á við um allar deildir hjá Val. Iþróttir í landinu eru almennt í vörn, einkum vegna þess að svo fjölmörg afþr- eying í þjóðfélaginu er í boði.“ Hafði ekki mikið að segja að missa Oskar Oskarsson frá féiaginu því hann er mikið félagsmálatröll og leið- togi yngri iðkenda? Geir: „Það var vissulega slæmt að missa Oskar en engin deild getur byggt upp allt sitt starf á einum manni. Óskar er frábær og hélt starfinu gangandi en ég vil meina að hann hafi haft gott af því að fara því starfið var að sliga hann. Hann var hætt- ur að sofa á nóttunni því hann er svo ábyrgðarfullur. Það þarf að dreifa ábyrgðinni á fleiri einstaklinga sem geta starfað eins og Óskar.“ Reynir Vignir: „Ég er sammála Geir að því leyti að íþróttafélögin hafa orðið undir í baráttunni um tíma fólks. Það kemur fram í því að færri einstaklingar koma að félagsstörfum og endast skem- ur. Innviðir Vals þurfa að vera sterkari og það tekst ekki nema við náum að reka félagið eins og hvert annað fyrirtæki. Það byggir á því að ráða menntað starfs- l'ólk til lengri tíma, sem kemur ánægt í vinnuna og hefur kosið að vinna í þessu umhverfi.“ Geir: „Ég tel þetta mjög mikilvægt og yfirstjóm Vals á að ráða miklu meira um það sem er að gerast í deildunum. Þar þarf mun meira aðhald. Mér hefur alltaf fundist deildir Vals þykjast- vera vinir á yfirborðinu en alls ekki vera það. Það vilja allir sitt og menn eru að slást undir niðri. Það er öllum til góðs hvort sem handboltinn eða fótboltinn skarar fram úr. Aðalatriðið er að við náum okkur á llug sem félag. Öll viljum við eiga góða einstaklinga og það gleður alla í félaginu þegar við eignumst Iandsliðsmenn. Það sem ég vil sjá er að allur þjálfun- arstrúktur verði tekinn í gegn hjá félag- inu. Og það þarf ekki að vera samkeppni á milli deilda fyrstu árin í flokkunum. Af hverju ekki að hafa hæfa einstaklinga í fastri vinnu sem geta unnið að því að þjálfa einstaklingana alhliða? Það er staðreynd að við náum ekkert í íþróttum ef við erum ekki vel líkamlega upp- byggð og það er ekkert sem segir til um það í 4. eða 5. flokki hvort viðkomandi krakki muni skara fram úr handbolta, fótbolta eða einhverju öðru. Sonur minn 9 ára, sem er tiltölulega stór eftir aldri, er að æfa fótbolta og handbolta. Hann hefur valist til að æfa með 6. og 7. flokki í handbolta og svo er hann að reyna að vera í fótbolta líka. Niðurstaðan er sú að hann æfir 6-8 sinn- urn á hverri einustu helgi, frá föstudegi til sunnudags, þar af þrisvar á laugar- degi. Er þetta hollt fyrir bamið? Hann hvílist aldrei og er svo vitanlega í skóla virka daga. Samræmið er ekkert. Ég 52 Valsblaöið 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.