Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 33
F RJ Al LSI
FJÁRFESTINCARBANKINN
íslandsmeistarar ímeistaraflokki karla í handbolta 2007: Efsta röð fi'á vinstri: Gunnar Möller varaformaður handknattleiksdeild,
Guðni Jónsson, Jóhannes Lange aðstoðarþjálfari meistaraflokks h’enna, Sólveig Steinþórsdóttir, Heimir Ríkarðsson aðstoðarþjálfari,
Oskar Bjarni Oskarsson þjálfari, Ernir Hrafn Arnarson, Gunnar Harðarsson, Hjalti Þór Pálmason, Ægir Jónsson, Ingvar Arnason,
Orri Freyr Gíslason, Elvar Friðriksson, Baldvin Þorsteinsson, Kristinn Bjarnason framkvœmdastjóri Frjálsa fjárfestingabankans,
Stefán Ingibergur Karlsson formaður handknattleiksdeildar, Ingólfur Friðjónsson Frjálsa fjárfestingabankanum og stjórn Valsmanna
hf, Hörður Gunnarsson varaformaður Vals, Grímur Sœmundsen formaður Vals. Neðri röð frá vinstri: Atli Rúnar Steinþórsson, Arnór
Þór Gunnarsson Malmquist, Sigurður Eggertsson, Pálmar Pe'tursson, Markús Máni Michaelsson, Olafur Haukur Gi'slason, Davfð
Höskuldsson, Ingvar Guðmundsson, Fannar Þór Friðgeirsson, Kristján Karlsson og Anton Fjalar Rúnarsson. Ljósm. Guðni Karl.
Islandsmeistaratitli
í meistaraflokki fagnað eftir langa
bið og ný og glæsileg aðstaða
tekin í notkun
Skýrsla handknattleiksdeildar 2007
Stjórn handknattleiksdeildar starfs-
árið 2006-2007 var þannig skipuð:
Stefán KwXsson, formaður
Gunnar Þór Möller, varaformaður
Sigríður Jóna Gunnarsdóttir, meðstjórnandi
Guðlaugur Ottesen, meðstjórnandi
Sigurjón Þráinsson, meðstjórnandi
Jóhann Birgisson, meðstjórnandi
Tímabilið 2006-2007 var eins og tíma-
bilið þar á undan afar krefjandi fyrir alla
sem að starfinu komu, sökum aðstöðu-
leysis. Yngri flokkar deildarinnar æfðu í
íþróttahúsum í ýmsum skólum, en elstu
flokkarnir æfðu og spiluðu heimaleiki
sína í Laugardalshöll. „Höllin“ var þó
orðin enn meiri heimavöllur fyrir okk-
ur en tímabilið þar á undan, við þekktum
betur til aðstæðna og áttum gott samstarf
við stjómendur og starfsmenn. Góður
gmnnur var lagður tímabilið 2005-2006,
en fyrir það tímabil var útbúið tjald sem
lokaði af efri stúkuna í Laugardalshöll og
myndaði þó nokkra „gryfjustemningu".
Á síðasta tímabili var byggt ofan á þenn-
Vaisblaðið 2007
33