Valsblaðið - 01.05.2007, Side 43

Valsblaðið - 01.05.2007, Side 43
inu á Ljósvallagötu og Hringbraut það- an sem Melavöllurinn blasti við. Ég var í raun alltaf með KR-ingum. En það kom aldrei annað til mála en að ganga í Val. Pabbi hafði spilað með Val og m.a. orðið íslandsmeistari með þeim 1956. Ég kynntist vel köllunum sem spiluðu með pabba. Seinna meir festist í mér umhyggjan fyrir félaginu þannig að ég held að Valsmaðurinn í mér hafi bara verið í genunum. Annars var þátttaka mín í Val frekar lítil framan af því ég fór allt- af til Vestmannaeyja á sumrin til afa og ömmu. Ég spilaði mikið fótbolta í Vest- mannaeyjum. Þá æfðu krakkar ekkert á veturna. Svo fækkaði ferðunum til Vestmannaeyja og ferðum á Hlíðarenda fór að fjölga. Minningar frá þeim tíma eru frábær- ar. Þar voru áberandi þessir menn sem byggðu félagið upp og héldu tryggð við það alla tíð. Sigurður Marelsson var mjög áberandi. Hann sá um og hélt uppi unglingastarfinu meira og minna einn og sér. Svo voru það menn eins og Sigurð- ur Olafsson, Úlfar Þórðarson, Andreas Bergmann, Frímann Helgason og fleiri sem unnu þama öllum stundum. Svo sást séra Friðrik endrum og eins. Það voru sjálfboðaliðar sem þjálfuðu og þáðu örugglega litlar eða engar greiðslu fyrir. Annars var öll umgjörðin afskapleg ein- föld. Það var lítið um ferðalög eða eitt- hvert brambolt í kringum starfið en það voru leikir og mót og þau voru öll tekin alvarlega og hart barist. Fjöldi krakka á æfingum á þessum árum var gríðarlegur. Á æfingu í fimmta flokki gátu verið um eða yfir hundrað krakkar. Maður leit mjög upp til meistara- flokksins og ég man vel eftir því að við fylgdumst af áhuga með því hvort Val- ur væri ekki að koma upp með einhverja stjörnu. Þá komu stjörnurnar upp úr röð- um Valsmanna. Það voru alveg und- ur og stórmerki ef það kom leikmað- Siggi Dags í kunnuglegri stellingu í Benfica leiknum. Band United, Dýri, Elmar, Halldór, Rúnar, Guðjón Hilmars, Kalli Hermanns og Þorsteinn Ólafsson. Alvöru old boys-lið. ur úr öðru félagi. Árið 1965 var Vallur með mjög sterkan annan flokk, ég var á vinstri kanti og framlínan var Hermann, Gunnstein Skúla, Svenni Alfons. Á hægri kanti voru til skiptis Lalli Lofts og Bragi Bergsveinsson. Við skoruðum helling af mörkum og unnum öll mót. Ég skor- aði eitthvað sem vinstri útherji. Það var mikið gaman þetta sumar. Þrír þjálfarar skiptu því á milli sín að þjálfa liðið. Það voru þeir Gunnar Vagnsson, Snorri Jón- son og Gunnar Gunnarsson. Alveg ótrú- leg aðferð miðað við þjálfun í dag en lið- ið var gríðarlega sterkt. Bankað uppá hjá meistaraflokki Ég er svo að berjast við að reyna að komast í meistaraflokkinn upp úr þessu og banka á dymar með því að komast að sem varamaður í bikarúrslitaleik þá um haustið á Melavellinum. Sumarið 1966 spilaði ég svo nokkra leiki með meistara- flokki þar á meðal fjóra Evrópuleiki. Við vorum fyrstir íslenskra liða til að kom- ast í aðra umferð keppninnar með því að sigra Jeunesse frá Luxemborg. Síðan lentum við á móti belgíska liðinu Stand- ard Liege í annarri umferð. Þetta vom þvf mjög merkilegir leikir í sögu íslenskrar knattspymu. Frá 1965 em mér minnisstæðir þeir Sigurður Dagsson markvörður, bak- verðimir Árni Njálsson, Þorsteinn Frið- þjófsson, Samúel Örn Erlingsson arki- tekt, og Sigurður Ólafsson yngri. Þeir sem deildu með sér öðrum varnarhlut- verkum og miðjusvæðinu voru þá m.a. Björn Júlíusson, Sigurður Jónsson, Páll _____________________ • Tveir örvfœttir, Henson og Bobby Charlton Halldór Einarsson framkvæmir hina „fullkomnu taklingu". Fyrsta auglýsing Henson. Tvennt sem Islendingar þurfa ekki aðflytja inn, þorskur og fþrótta- fatnaður. Valsblaðið 2007 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.