Valsblaðið - 01.05.2007, Side 48

Valsblaðið - 01.05.2007, Side 48
Eftir Guðna Olgeirsson Vil sjá Val til fyrirmyndar að bjóða upp á tvær lelðir til íþróttaiðkunar Ragnhildur Skúladóttir er nýráðinn yfirmaður harna- ng unglingasviðs hjá Val er með Valshjartað á réttum stað Ragnhildur Skúladóttir er með meist- aragráðu í lýðheilsufræði við Háskólann í Reykjavík, Cand. mag. próf í íþrótta- fræði við Iþróttaháskólann í Osló með áherslu á þjálfun, þjálffræði og heilsu- og íþróttalíffræði og íþróttakennara- próf frá Iþróttakennaraskóla Islands. Hún hefur kennt við Háteigsskóla og á námskeiðum KSI og ISI. Hún á einn- ig glæstan feril að baki í knattspyrnu sem Ieikmaður með Val og við þjálfun. Ragnhildur tók vel í beiðni Valsblaðsins að svara nokkrum spurningum. Ragnhildur segir að það sé yfirlýst mark- mið félags- ins að fjölga iðkendum um helming á næstu árum en til þess að það megi takast þurfi félagið að bjóða upp á betri þjón- ustu en önnur félög og það eigi að vera eftirsóknarvert að æfa í Val. Aðstaðan verði innan tíðar ein sú besta á landinu en félagið þurfi líka að geta boðið börn- unum upp á hæfustu þjálfarana og besta félagsstarfið. „Við þurfum að vera tilbúin til að taka á móti öllum bæði þeim sem ætla sér frama í íþróttum og þeim sem vilja vera í iþróttum til að hreyfa sig og njóta félagsstarfsins. Ég tel að í félaginu starfi núna mjög hæfir þjálfarar í öllum flokkum karla og kvenna og þannig á það að vera í félagi eins og Val,“ segir Ragn- hildur greinilega stolt af félaginu sínu. „A hundrað ára afmæli Vals árið 2011 verðum við enn betri en í dag, með mun fleiri iðkendur, og litið verður til okkar sem fyrirmyndarfélags á öllum sviðum,“ segir Ragnhildur. í hverju er starf þitt í Val fólgið? „Ég er í ákveðnu þjónustuhlutverki gagn- vart iðkendum, þjálfurum og foreldrum. Sé um stefnumótun í barna- og unglinga- starfi félagsins og er tengiliður félags- ins við IBR, ITR, skólana í hverfinu og hverfamiðstöðina. Svo heyra íþróttaskól- amir undir mig, en þeir eru starfrækt- ir í skólunum þremur, Austurbæjarskóla, Háteigsskóla og Hlíöaskóla fyrir öll sex ára börn.“ Hvernig líst þér á Val í dag? „Knattspyrnufélagið Valur stendur á vissum tímamótum í dag, aðstaðan hef- ur gjörbreyst með tilkomu nýja hússins og keppnisvallarins og svo hefur félagið breytt sínu innra skipulagi sem má segja að sé enn í mótun. Þrátt fyrir þessar breytingar þá finnst mér félaginu hafa tekist að viðhalda því sem mér hefur allt- af fundist svo jákvætt, en það er viðmót- ið þegar maður kemur hingað á Hlfð- arenda. Allir velkomnir ungir sem aldnir, þessu þarf félagið að halda við.“ Hvernig viltu sjá Val þróast? „Ég vil sjá félagið verða fyrirmynd ann- arra félaga í því að bjóða iðkendum upp á tvær leiðir til íþróttaiðkunar sérstaklega þegar komið er á unglingsaldur. Annars vegar afreksleiðina fyrir þá sem ætla að ná langt í íþróttagreininni og hins vegar aðra leið fyrir þá sem vilja æfa tvisvar til þrisvar í viku. Þannig höldum við fleiri einstaklingum lengur í íþróttum sem er jákvætt þegar horft er til forvamargildis iþrótta þegar kemur að vfmuefnanotkun. Þessir einstaklingar væru hugsanlega til í að einbeita sér að dómara-, þjálfara- eða félagsstörfum fyrir félagið. Við þurfum að bjóða alla velkomna, því að störfin eru mörg og eins og við vitum þá vinna margar hendur létt verk.“ Æfði skíði, spilaði handbolta og fót- bolta með strákunum „Ég bjó í Drápuhlíðinni fram á fjórða ár þegar ég flutti upp í Arbæ sem þá var að byggjast upp. I Arbænum var mikið af börnum og í minningunni léku heilu hóp- arnir sér saman úti í leikjum, var aldurs- bilið breitt og allir máttu vera með. Leik- irnir voru af ýmsu tagi eins og Ein króna, Brennó, Kíló og Löggur og bófar. Svo spiluðum við mikinn fótbolta. I þá daga spiluðu ekki margar stelpur fótbolta og vorum við alltaf litnar hornauga, en þeg- ar við vorum búnar að sanna fyrir strák- unum að við gátum eitthvað þá- var okk- ur tekið sem jafningjum. í þá daga voru íþróttafélögin ekki með fótbolta fyr- ir stelpur, en ég fékk einstöku sinnum að vera með á æfingum hjá strákunum. Ég spilaði líka handbolta fram á unglingsár og svo æfði ég skíði sem var á tímabili aðal íþróttagreinin mín.“ Skemmtileg æskuminning „Þegar ég keppti á fyrsta skíðamótinu mínu þá hafði ég aldrei mætt á skíðaæf- ingu og aldrei farið í braut. Ég var stödd upp í Hamragili sem þá var félagssvæði skíðadeildar IR og það var að hefjast skiðamót. Ég var búin að vera talsvert á skíðum og langaði að prófa að keppa. Eins og flestir vita þá gengur svigkeppni út á að fara á milli rauðra og blárra hliða á víxl, en um miðja braut var ég búin að detta nokkrum sinnum og þá kom til mín hugulsamur portavörður og sagði mjög blíðlega:„Heyrðu elskan viltu ekki bara hætta keppni núna, þú ert búin að sleppa úr svo mörgum hliðum". Ég hafði reynt að gera mitt besta en vissi ekki betur út á hvað svona skíðakeppni gekk. Eftir þessa reynslu fór ég að æfa skíði og skamm- aðist mín hrikalega fyrir þessa fyrstu skíðakeppni, en hef seinna oft hlegið að þessari minningu." 48 Valsblaðið 2007
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.