Valsblaðið - 01.05.2007, Page 49
Hvernig lágu leiðir þínar til Vals?
„Þegar ég var 12 ára þá flutti ég í
Hvassaleitið og fór í Fram í handbolta.
Fram var einnig með fótbolta en bara
meistaraflokk kvenna. I þá daga reim-
uðu handboltakonur á sig fótboltaskóna
á sumrin til þess að viðhalda forminu, en
engin stelpa í Fram æfði eingöngu fót-
bolta. Ég spilaði 12 ára fyrsta meistara-
flokksleik minn með Fram og skoraði
í honum mark og var ekkert smá mont-
in með það. Ég hélt svo áfram að spila
fótbolta úti með strákunum og kynntist
Ragnheiði Víkingsdóttur sem einnig bjó
í Hvassaleitinu. Hún reyndi svo í nokk-
ur ár að fá mig í Val og ég lét á endanum
til leiðast, enda voru Framarar búnir að
leggja kvennaboltann niður. Ég var ótrú-
lega heppin með hópinn í Val og tilheyri
ég stórum hópi sem heldur mikið sam-
an, enda alltaf mjög gaman hjá okkur.
Það er erfitt að tína einhverjar út úr hóp-
num, en ef ég þarf að nefna einhverjar þá
voru þessar hvað mest áberandi í gegn-
um minn feril, captain Ragga Víkings.,
Bryndís Vals., Gunna Sæm. og Kristín
Arnþórs."
Hvað er eftirminnilegasta atvik úr
íþróttaferlinum?
„Það er erfitt að nefna eitthvað eitt atvik
úr íþróttaferlinum, en ég held að sætasti
sigurinn hafi verið bikarúrslitaleikur við
ÍA 1985 sem við unnum í vítaspymu-
keppni. Segja má að við höfum komið
beint í leikinn frá Ítalíu, en þangað fómm
við í keppnisferð. Okkur hafði ekki geng-
ið neitt sérstaklega hérna heima þetta
sumarið og var IA talið mun sigurstrang-
legra fyrir þennan leik. Mórallinn innan
okkar liðs var hins vegar stórkostlegur
eftir góða ferð til Ítalíu og tel ég að sig-
urinn hafi fyrst og fremst unnist á góðum
liðsanda. Þessi sigur var svo upphafið að
nokkmrn frábæmm árum með mörgum
bikar- og íslandsmeistaratitlum.“
Þjálfaraferill
„Ef ég man rétt þá hófst þjálfaraferill-
inn árið 1982, en þá tókum við að okk-
ur yngri flokk kvenna ég, Ragnheiður
Víkings. og Bryndís Vals. og vom launin
tveir Henson gallar á mann og þótti gott.
Þá vom bara tveir flokkar í kvennabolt-
anum, meistaraflokkur og yngri flokkur.
Svo má segja að ég hafi verið með ein-
hvem flokk eða flokka til 1992 en þá fór
ég í framhaldsnám í íþróttafræðum til
Noregs. Eftir að ég kom heim 1994 tók
ég 2. fl. kvenna og ég þjálfaði meistara-
íslandsmeistarar Vals í kvennaknattspyrnu 1984. Efri röð frá vinstri: Hafsteinn Tóm-
asson þjálfari, Sigrún Cora Barker, Kristfn Briem, Bryndís Valsdóttir, Erna Lúðvíks-
dóttir, Guðrún Sœmundsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Sólrún Ástvaldsdóttir.
Neðri röðfrá vinstri: Eva Þórðardóttir, Ve'dís Ármannsdóttir, Ragnheiður Vtkings-
dóttir, Sigrún Birna Norðfjörð, Ragnhildur Skúladóttir, Kristín Anna Arnþórsdóttir og
Margrét Oskarsdóttir.
flokk tímabilið 1996- 1997. Árið 1999
tók ég svo við U17 ára stúlknaliði íslands
og var með það út árið 2004.“
Hvað einkennir góðan þjálfara?
„Góður þjálfari í yngri flokkum þarf
að hafa marga eiginleika. Hann þarf að
kunna fagið þ.e.a.s. íþróttagreinina, en
hann þarf ekki síður að kunna að miðla
þekkingu sinni. Svo þarf góður þjálfari
að hafa aga á sama tíma og hann getur
verið félagi barnanna. Þá er mikilvægt að
þjálfarinn geri reglulega eitthvað félags-
legt með flokknum fyrir utan æfingarnar,
því að góður félagsandi í hópum er lyk-
illinn að árangri.“
Hvernig finnst þér yngri flokka þjálf-
un vera hér á landi?
„Ég held að við stöndum mjög vel að
vígi í sambandi við yngri flokka þjálf-
un hér á landi. Við erum almennt með
mjög vel menntaða þjálfara, böm hér á
landi æfa almennt meira en í löndunum
í kringum okkur og svo hefur öll aðstaða
stórbatnað með höllum og gervigrasvöll-
um. Þegar unglingsaldri er náð missum
við hins vegar of marga út úr íþróttum og
er það vandamál sem við þurfum að huga
betur að.“
Eiga Islendingar raunhæfa möguleika
að komast í úrslitakeppni stórmóts í
knattspyrnu?
„Það er að mínu mati mun styttra í að
kvennalandsliðið komist í úrslitakeppni
stórmóts en karlaliðið. í dag er það yfir-
lýst markmið kvennalandsliðsins að
komast í úrslitakeppni EM í Finnlandi
sumarið 2009 og þó að leikurinn við Sló-
vena hafi tapast óvænt úti, þá unnum við
Frakka hér heima sem fáir gerðu ráð fyr-
ir. í dag er liðið í öðru sæti í riðlinum og
því enn í bullandi sjens með að ná mark-
miðinu. Karlalandsliðið er mun neðar
á FIFA listanum og hefur ekki náð góð-
um úrslitum upp á síðkastið því tel ég að
mun meira þurfi til hjá þeim.“
Skilaboð til ungra iðkenda og foreldra.
„Það liggur mikil vinna í því að verða
góður í íþróttum og árangur kemur ekki
af sjálfu sér. Til þess að skara fram úr þá
þarf einstaklingur að æfa meira en næsti
maður og eru mýmörg dæmi um íþrótta-
menn sem hafa lagt á sig mikla aukavinnu
utan æfingatíma til þess að bæta sig. Gott
og nærtækt dæmi um þetta er Margrét
Lára sem alltaf hefur æft aukalega. Svo
má nefna að áhugi og stuðningur foreldra
skiptir mjög miklu máli þegar kemur að
íþróttaþátttöku bama og unglinga.“
Valsblaðið þakkar Ragnhildi fyrir spjallið
og óskar henni góðs gengis í mikilvæg-
um störfum sínum fyrir Val.
Valsblaðið 2007
49