Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 57

Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 57
Víglsan Ágætu Valsmenn. Það er mál allra, sem skoðað hafa þessi nýju mannvirki að sérstaklega hafi vel tekist til um hönnun og fram- kvæmd. Einnig hefur verið lögð alúð við að skreyta mannvirkin með tilvitnunum í sögu félagsins og séra Friðrik Friðriks- son aðalhvatamann að stofnun Vals. Það dylst engum, sem hér gengur um húsa- kynni, að Valshjartað slær að Hlíðarenda. Eg flyt bygginganefnd Vals og Reykja- víkurborgar, hönnuðum, verktökum, starfsmönnum Vals, deildarstjórnum Vals, aðalstjóm Vals, stjórn Valsmanna hf, kjörnum fulltrúum og embættismönn- um Reykjavíkurborgar, og öllum þeim fjölda annarra, sem hafa lagt hönd á plóg í þessu viðamikla verkefni og gert okk- ur kleift að upplifa þessa stund þakkir frá Knattspyrnufélaginu Val. í dag er gleðidagur að Hlíðarenda. Það er uppgangur og kraftur í öllu starfi félagsins. Það hefur sannast enn og aft- ur að hinar sterku rætur sem séra Friðrik Friðriksson og Valsungamir hans sköp- uðu á öndverðri síðustu öld hafa ætíð dugað til að blása eldmóði í forystumenn Vals. Þetta gerðist í aðdraganda kaupa á Hlíðarenda á sínum tíma og þetta hefur gerst í aðdraganda þeirrar uppbyggingar sem við nú njótum og mun áfram verða í fullum gangi. Knattspyrnufélagið Valur stendur nú á þröskuldi nýrrar og bjartrar framtíð- ar og er aldrei sterkara og þróttmeira en einmitt nú, þegar félagið nálgast 100 ára afmæli sitt þann 11. maí árið 2011. Ég óska okkur Valsmönnum og öllum Reykvíkingum til hamingju með daginn. Takk fyrir. Ávarp Vilhjálms Þórs Vilh almssonar borgarstjóra Reykjavíkur Það er mér mikill heiður að vera hér í dag á þessum merka degi í sögu Vals. Hér eru nú risin ótrúlega glæsileg iþrótta- mannvirki, sem í dag hafa skartað sinu fegursta þar sem svæðið allt og mann- virki þess hafa iðað af leik og starfi reyk- vískrar æsku. Já mannvirkin eru í alla staði glæsileg og bera með sér að vel hefur verið að verki staðið. Þau eru bæði fallega hönnuð og vel skipulögð og bera því öllum þeim sem komið hafa að mál- um gott vitni um stórhug og djörfung. I dag er því verið að vígja mannvirki sem ekki bara Valsmenn og forráðamenn borgarinnar, heldur Reykvikingar all- ir geta verið stoltir af. Hér er jafnt reyk- vískri æsku sem afreksíþróttamönnum boðið upp á íþrótta- og félagsaðstöðu í fremstu röð. Saga Vals á Hlíðarenda teigir sig meira en hálfa öld aftur í tímann og því ljóst að mikið vatn hefur runnið til sjávar síð- an forsjálir forystumenn innan Vals festu kaup á Hlíðarenda. Sú ráðstöfun verður seint metin til fjár eða annarra verðmæta fyrir Knattspyrnufélagið Val og öll þau ungmenni sem síðan hafa notið þeirrar aðstöðu og starfsemi sem hér hefur verið rekin. Og í dag er brotið nýtt blað í sögu Vals. Búið er að skapa félaginu einstaka aðstöðu til að halda áfram því kraftmikla starfi sem það hefur rekið um áratuga- skeið og mun nú í krafti þessara nýju mannvirkja geta starfað af enn meira afli fyrir félagsmenn sína og þann hluta reyk- vískrar æsku sem vafalítð mun flykkjast hingað á næstu misserum og árum. Þær byggingar- og vallarframkvæmd- ir sem nú eru á lokastigi hafa ver- ið unnar í mjög nánu og góðu samstarfi Vals og Reykjavíkurborgar ásamt mik- ilvægri aðkomu Valsmanna hf. Nýstár- legri aðferðarfræði hefur verið beitt við skipulag og uppbyggingu þessara fram- kvæmda. Með mjög ánægjulegu sam- starfi forráðamanna Vals og Reykja- víkurborgar hefur tekist að breyta þeim verðmætum sem lágu í erfðafestulandi Vals hér á Hlíðarenda í fjármuni og tæki- færi til að kosta þessa miklu uppbygg- ingu. Ekki er langt síðan rætt var um að hugsanlega væri best að flytja starfsemi félagsins í eitt af stærstu úthverfum borg- arinnar. Sem betur fer varð ekki af þeim áformum og með samstilltu átaki Vals og Reykjavíkurborgar tókst að finna farsæla leið til að tryggja starfsemi Vals traust- an sess hér í hjarta borgarinnar, því hér á Valur heima. En uppbyggingunni hér á Hlíðarenda er þó ekki að fullu lokið. Nú þegar er hafinn undirbúningur að byggingu knatt- hús, sem rísa mun hér við suðurhlið nýja keppnisvallarins og ramma endanlega inn þessi miklu og fallegu mannvirki. Auk þess mun grasæfingasvæðið hér að neð- an stækka umtalsvert. Nú þegar og enn frekar þegar öllum þessum framkvæmd- um er lokið mun Knattspyrnufélagið Val- ur státa af einhverri allra bestu aðstöðu sem nokkurt íslenskt íþróttafélag hefur upp á að bjóða og jafnvel þótt víðar væri leitað. Ég er ekki í nokkrum vafa að hér að Hlíðarenda á Valur eftir að vinna marga og glæsta sigra og verða félagsmönnum sínum sem og Reykjavíkurborg til mik- ils sóma. Sem borgarstjóra er mér þó efst í huga það blómmikla æskulýðsstarf sem ég veit að Valur á hér eftir sem hingað til eftir að standa að um langa framtíð. Öll- um er ljóst mikilvægi þess mikla uppeld- is- og forvarnarstarfs sem fram fer innan íþróttahreyfingarinnar. Fátt ef nokkuð er betra fyrir æsku og unglinga þessa lands en að leggja stund á íþróttir og heilbrigt líferni. Það er því fátt ánægjulegra í mínu starfi en að fylgja eftir jafn viðamiklu uppbyggingarstarfi og hér hefur átt sér stað. Um leið og ég óska öllum Valsmönn- um jafnt í nútíð sem framtíð innilega til hamingju með daginn, mannvirkin og svæðið allt, vill ég nota tækifærið til þakka öllu því dugmikla fólki bæði inn- an Vals og Reykjavíkurborgar sem kom- ið hefur þessari miklu uppbyggingu, fyr- ir vel unnin störf og árangursríkt og ánægjulegt samstarf. Ávarp Vigfúsar Þórs Árnasonar sóhnarprests Grafarvogskirkju Borgarstjóri, ágœtu Valsmenn og gestir Til hamingju með merkan áfanga í ein- stakri sögu Knattspymufélagsins Vals á Hlíðarenda. Á tímamótum eins og þeim sem við fögnum hér í dag hugsum við Valsmenn ávallt til stofnanda félagsins, prestsins, æskulýðsleiðtogans, skálds- ins og mannvinarins séra Friðriks Frið- rikssonar. Okkur öllum er það hugleikið hverju séra Friðrik áorkaði í öllu sínu lífi og starfi. Ekki aðeins með því að stofna Knattspyrnufélgið Val sem eitt út af fyr- ir sig hefði haldið nafni hans á lofti um ókomna tíð, heldur og að hann ýtti úr vör og stofnaði KFUM er síðar varð KFUM Valsblaðið 2007 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.