Valsblaðið - 01.05.2007, Side 61
é i i’m lovin’it i’mlovin’it
en ekki síst finnst mér mann-
lífið á íslandi vera gott,“ seg-
ir Rob. Hann segist líka hrífast
af ósnortinni rslenskri náttúru
og afar gaman sé að ferðast um
landið og skoða ótrúlega flotta
staði um land allt. Hann lang-
ar einnig að ferðast um ósnortið
hálendið sem hann þekkir ein-
ungis af afspurn og hann vonast
til að fá tækifæri til þess fljót-
lega. Hann býr hér með konu
sinni og eiga þau von á sínu fyrsta bami
nú um jólin.
í haust bauðst Rob að leika með meist-
araflokki Vals og vinna við þjálfun yngri
flokka og var hann mjög ánægður með að
fá tækifæri til að koma til Vals. Síðan var
honum boðið að þjálfa bæði meistara-
flokk karla og kvenna og sér hann ekki
eftir því að hafa tekið það að sér. Hann
er einnig mjög ángæður með Sæba sem
aðstoðarþjálfara og telur að hann hafi
unnið ómetanlegt starf undanfarin ár við
að byggja upp körfuboltann hjá félaginu.
Valur fyrirmyndarfélag
„Ég hef frá fyrstu tíð hrifist af Val, bæði
staðsetningu mannvirkja að Hlíðarenda
og umhverfinu þar, félaginu í heild og
einnig þótti mér sérstaklega gaman að
spila r gamla Valsheimilinu. Ég hef fylgst
með uppbyggingu á Valssvæðinu og segi
hiklaust að félagið búi nú við bestu stað-
setningu nokkurs íþróttafélags á landinu
og einnig bestu aðstöðu á landinu,“ seg-
ir Rob.
„Það er mjög mikilvægt að leikmenn
meistaraflokks karla og kvenna séu sýni-
legir fyrir yngri iðkendur og séu þeim
fyrirmyndir," segir Rob ákveðinn og er
Sæbi því hjartanlega sammála. Rob seg-
ir að það skipti ekki máli hvort leikmenn
! I '
meistaraflokka séu landsfrægir leikmenn,
yngri iðkendur eigi eftir sem áður að
geta sótt fyrirmyndir í leikmenn meist-
araflokka. Félagið eigi að skipuleggja
tengsl eldri og yngri iðkenda, t.d. með
því að ungir iðkendur fylgist með leikj-
um meistaraflokka og að þeir njóti leið-
sagnar þeirra eldri. Hann segir að all-
ir sem koma að körfuboltanum þurfi að
mynda eina stóra fjölskyldu, bæði leik-
menn á öllum aldri, þjálfarar, foreldrar,
stjórnarmenn og stuðningsmenn. „Það er
mikið verk að vinna að efla körfubolta-
samfélagið hér að Hlíðarenda. Andrúms-
loftið á Hlíðarenda er mjög jákvætt um
þessar mundir, ný glæsileg mannvirki
og félagið loksins komið heim á ný eft-
ir nokkur ár r útlegð, ef svo má segja,“
segir Sæbi.
Góð staða yngri flokka
„Ég er nokkuð ánægður með stöðu yngri
flokka hjá Val í körfunni, flestir flokkar
leika í b riðli og sumir eiga ágætis mögu-
leika á að ná í a riðil og eða eru komn-
ir þangað nú þegar í ár,“ segir Rob. Hann
telur ýmsa leikmenn þar munu ná langt
í körfubolta ef þeir halda áfram að æfa
af krafti með réttu hugarfari. Einnig sé
ánægjulegt að flestir leikmenn meistara-
flokks karla eru aldir upp hjá félaginu
en það verður alltaf aðalmarkmiðið með
yngriflokkaþjálfun í Val að ala
upp eigin leikmenn.
„Ég er mjög ánægður með
ýmsa leikmenn í yngri flokk-
um Vals og sé þá fyrir mér sem
framtíðarleikmenn félagsins.
Ég tel lrka að með betri árangri
meistaraflokka þá laði það að
góða og efnilega leikmenn frá
öðrum liðum í yngri flokk-
ana,“ segir Rob sannfærandi.
Þeir telja báðir að með nýrri
og betri aðstöðu að Hlíðarenda,
markvissu kynningarstarfi og góðri þjálf-
un þá fjölgi smám saman virkum iðkend-
um í körfubolta hjá Val, ekki síst í minni-
bolta stráka og stelpna og framundan sé
mikið verk að vinna í þeim efnum að efla
allt starfið.
Mikilvægt að hafa öfluga
kvennakröfu
Stúdínur (ÍS) gengu í einu lagi í Val og
var það mjög ánægjulegt fyrir félagið, en
liðið er ekki eins sterkt og það var í fyrra.
Kvennaliðinu hefur gengið upp og ofan
í haust og átt á brattann að sækja eftir
að hafa byrjað tímabilið vel með því að
tryggja sér Reykjavíkurmeistaratitilinn.
„Ég tel að liðið eigi eftir að smella sam-
an á næstunni þegar nokkrir leikmenn
verða orðnir góðir af meiðslum og þeg-
ar erlendur bandarískur leikmaður bætist
við. Með sama áframhaldi verður liðið í
fremstu röð á næsta tímabili," segir Rob
og brosir.
Vandasamt að velja erlenda
leikmenn
„Það er bráðnauðsynlegt að hafa erlenda
leikmenn í meistaraflokki karla og
kvenna, en ég er í raun ekki hrifinn af því
en góðir og reynslumiklir erlendir leik-
Valsblaðið 2007
61