Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 62

Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 62
menn geta á hinn bóginn hjálpað liðs- félögum sfnum við að bæta sig og styrkt liðið um leið,“ segir Rob. Hann hefur leikið með meistaraflokki í vetur en er núna meiddur og því er sem stendur eng- inn erlendur leikmaður í körfunni. Rob og Sæbi eru báðir sammála því að ekki sé vænlegt að fá marga erlenda leikmenn í liðið, þar sem það dragi úr möguleikum ungra og efnilegra leikmanna að ná fram- förum, þeir hafi séð of mörg dæmi um lið þar sem erlendir miðlungs leikmenn hafi haldið heimamönnum á bekknum og þegar þeir síðan hverfi á braut liggi leið- in hjá félaginu niður á við. Slíkt sé ekki vænlegt til árangurs, miklu betra sé að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. íslenskur körfubolti á uppleið „íslenskir leikmenn eru yfirleitt minni en leikmenn fjölmennari þjóða og ekki eins líkamlega sterkir og veldur það t.d. íslenska landsliðinu vandræðum. Leik- menn hér eru hins vegar margir hverjir mjög snöggir og fljótir í hraðaupphlaup. Mér finnst íslenski körfuboltinn fara batnandi og margir íslenskir leikmenn eru mjög efnilegir. Ég tel brýnt fyrir íslenska leikmenn að komast í háskólakörfubolt- ann, en það getur verið stökkpallur f atvinnumennsku. Ég tel möguleika fyr- ir íslendinga að ná langt í körfubolta ef þeir eru tilbúnir að leggja sig alla fram, í þeim efnum gildir máltækið,77te sky is the limit,“ segir Rob býsna sannfærandi. „Yngri landslið íslands f körfubolta hafa á undanförnum árum náð mjög góð- um árangri og nokkur yngri landslið- iðin hafa keppt í A deild meðal jafnaldra f Evrópu og meðal annars náð þeim frá- bæra árangri að sigra núverandi Evrópu- meistara í þessum aldursflokki. Þeir náðu hagstæðum úrslitum í þessu móti og máttu vel við una er þeir spiluðu á móti bestu liðum Evrópu. En það er afar mikilvægt fyrir unga og efnilega leikmenn að etja kappi við þá bestu erlendis. Körfuknatt- leikssambandið þarf að standa betur við bakið á yngri landsliðum Islands," seg- ir Sævaldur ákveðið, en hann viðurkenn- ir að vissulega sé kostnaðarsamt að halda úti mörgum landsliðum, en það sé nauð- synlegt til að leikmenn verði enn betri. Undanfarin ár hafi yngri landsliðin síð- an komið með titla heim af Norðurlanda- mótum en þar séu íslensku liðin sérlega dugleg og hafa unnið þessi mót reglulega undanfarin ár, bæði í drengja- og stúlkna- flokkum. Lítil umfjöllun um körfubolta í fjölmiðlum „Ég er nokkuð ánægður með umfjöll- un íslenskra fjölmiðla um körfubolta, hún fer batnandi, en til þess að auka áhuga á körfubolta þarf að vera mark- viss umfjöllun í fjölmiðlum, bæði í sjón- varpi og í blöðum," segir Sæbi ákveð- ið. Þeir telja báðir að meginástæðan fyrir lítilli umfjöllun í fjölmiðlum um körfu- bolta stafi af því hversu fáir starfsmenn íslenskra fjölmiðla hafi áhuga á körfu- bolta. Þeir fylgist t.d. mun betur með íslenskum leikmönnum í handbolta og fótbolta sem eru í avinnumennsku erlendis og segja takmarkað frá íslensk- um atvinnumönnum í körfubolta erlend- is, nema í undantekningartilvikum, en þó nokkur fjöldi íslenskra leikmanna eru í atvinnumennsku í körfubolta um þess- ar mundir og þeim fer fjölgandi. Flestir þekkja til Jóns Amórs Stefánssonar sem leikur nú í sterkri deild á Ítalíu en ýmsir aðrir eru að gera góða hluti erlendis sem lítið er fjallað um hér á landi. „Þess ber þó að geta að Karfan.is er sérlega öfl- ug vefsíða sem sinnir körfunni eingöngu og eiga þeir menn sem stjórna þar heið- ur skilið fyrir góða og fag- lega umfjöllun úr heimi körfuboltans. Heimasíður félaganna hafa einnig ver- ið duglegar að taka við sér og fjalla um körfubolta. En dagblöð og sjónvarpsmiðlar mættu gefa körfunni meiri gaum en gert hefur verið,“ segir Sæbi. Allir nýir iðkendur velkomnir Rob og Sæbi segja að tekið sé vel á móti öllum nýjum iðkendum í körfubolta, lögð eru áhersla á að það sé skemmtilegt á æfingum, allir fái að njóta sín. Þeim finnst einstakt and- rúmsloft í nýja Valsheimilinu, þar kynn- ast krakkarnir vel, bæði milli kynja og deilda og þar eignast margir sína bestu vini sem þeir tengist vináttuböndum alla æfi. „Ég viðurkenni að oft var erfitt að byggja upp liðsheild og félagsanda fjarri Hlíðarenda undanfarin ár,“ segir Sævald- ur, en þeim finnst mikill munur eftir að nýja aðstaðan var tekin í notkun. Ktípfubolti hjá Val 2011 á hundrað ára afmælinu Þeir sjá báðir fyrir sér að á hundrað ára afmæli Vals árið 2011 sé raunhæft mark- mið að meistaraflokkar félagsins, bæði karla og kvenna, muni leika í efstu deild og vera þar í efri hlutanum og komast í úrslitakeppni á hverju ári. Ef vel tekst að halda efnilegum leikmönnum yngri flokka hjá félaginu þá sé óhjákvæmilegt að góður árangur náist innan örfárra ára. Markvisst uppbyggingarstarf við nýjar aðstæður og aðbúnað á Hlíðarenda mun einnig stuðla að betri árangri. Þá mun stuðningsmönnum fjölga, iðkendum í yngri flokkum og þannig mun félagið vonandi komast á þann stall í körfunni óg er til staðar í handbolta og fótbolta. Þeir eru einnig sannfærðir að með betri árangri meistaraflokka muni starfið í yngri flokkunum eflast og yngri iðkendur eignast fleiri fyrirmyndir hjá eigin félagi sem er mikilvægt að mati þeirra og einn- ig mikilvægt fyrir metnaðarfulla yngri leikmenn að sjá möguleika að leika með eigin liði í úrvalsdeild. Valsblaðið þakkar þeim félögum fyr- ir skemmtilegt og fróðlegt spjall og ósk- ar þeim góðs gengis í störfum sínum fyr- ir félagið. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.