Valsblaðið - 01.05.2007, Side 70
Evrópukeppni
Sorglega
8 liða úrslit
Fypsti riðill - Klahsvík í Færeyjum
Nú x annað sinn á þremur árum fórum
við Valsstúlkur í Evrópukeppni félags-
liða. Meistarar hvers lands fá þátttökurétt
og má því segja að um afar sterkt mót sé
að ræða.
Fyrsti riðillinn sem við lentum í sam-
anstóð af afar áhugaverðum liðum, FC
Honka Espoo frá Finnlandi, Den Haag
frá Hollandi og KÍ frá Færeyjum. Fær-
eyingarnir fengu það verðuga verkefni
að halda keppnina en eins og við kom-
umst að síðar þá reyndist hægara sagt en
gert að hýsa aðkomuliðin þrjú í smábæn-
um Klaksvík, þaðan sem KÍ er.
Tekniske skolen
Þegar við mættum loks í rétta eyju eft-
ir þó nokkuð mörg neðanjarðargöng var
gistihús bæjarins fullt og ekki hægt að
finna samastað þar sem við gátum allar
gist saman nema í heimavistarskóla bæj-
arins. Skólinn hét Tekniske skolen sem
við áttum erfitt með að skilja því inn-
andyra var lítið um tækninýjungar og
húsgögnin líklega frá seinni heimstyrj-
öld. Á endanum sættumst við á þetta,
enda lítið annað hægt og fengu þá allir
leikmenn bedda og útétið lak til að sofa
með.
Við fundum okkur nóg að gera í
heimavistarskólanum góða en Beta ásamt
nokkrum leikmönnum bjuggu til svaka-
legt draugahús í einum enda hússins sem
átti eftir að hræða líftóruna úr liðinu,
Evrópuferðasaga
Guðbjargar
Gunnarsdóttur
markvarðar
melstaraflokks kvenna
aðallega samt Freysa. Póker var mjög
vinsæl afþreying en alls kyns við-
umefni komu þar upp. The Queen fór
með flesta sigra af hólmi en „the tor-
nado“ og „catwoman" vom líka nokk-
uð sterkar. Það var líka horft á Napo-
leon Dynamite til að finna ný fögn
fyrir lokaleik liðsins.
I Færeyjum voru margir vígðir en
að sjálfsögðu fer það ekki í opinber rit
hvað gert er við þá sem em nýir í liðinu
enda algjört hernaðarleyndarmál.
Valur - FC Honka
Fyrsti leikur liðsins var á móti finnsku
meisturunum FC Honka og var sá leikur
gríðarlega erfiður. Honka skoraði í fyrri
hálfleik beint eftir hornspyrnu en við
vomm í raun mikið betri allan tímann en
náðum ekki að skora. Ákaflega skrýtið
veður var í leiknum en það var þoka nán-
ast allan txrnann og undirrituð sá varla í
mark andstæðinganna. Á 87. mínútu náði
Vanja að jafna leikinn og Margrét skor-
aði síðan sigurmarkið á 91. mínútu beint
úr stórkostlegri aukaspyrnu og einn sæt-
asti sigur sem leikmenn hafa upplifað í
höfn.
Valur - KÍ
Næsti leikur liðsins var á móti heimasæt-
um í KÍ og reyndist sá leikur heldur auð-
veldari en við Honka og fór svo að hann
endaði 6-0 okkur í hag. Mörkin skiptust
þannig: Margrét 2 (þar af ein vítaspyrna),
Rakel, Kata, Nína og Guðný allar með 1.
Guðbjörg Gunnarsdóttir ver með tilþrif-
um.
Eftir þann sigur varð okkur ljóst að við
værum þegar komnar áfram vegna inn-
byrðis úrslita og gríðarlegur fögnuður
varð þá í leikslok.
Valur - Den Haag
Þriðji og síðasti leikurinn var síðan á
móti hollensku meisturunum Den Haag.
Við mættum mjög afslappaðar til leiks
þar sem við vorum þegar komnar áfram.
Margrét skoraði strax á 9. mínútu og
bætti síðan öðru við úr vítaspymu á 22.
mín. Dagný bætti við marki á 39. mín. og
staðan 3-0 í hálfleik. Nína Osk skoraði
síðan tvö mörk í seinni hálfleik en þær
hollensku náðu að minnka muninn með
marki á 90. mín. og lokatölur urðu 5-1.
Leikmenn liðsins fóm á kostum á
sameiginlegu lokakvöldi mótsins. Anna
Garðars. tók upp gítarinn og söng „frum-
samið“ lag til Betu þjálfara þar sem hún
þurfti alvarlega að afsaka fyrir að hafa
sofnað á liðsfundi. Hallbera tók lag-
ið „One moment in time“ með Whitney
70
Valsblaðlð 2007