Valsblaðið - 01.05.2007, Side 77

Valsblaðið - 01.05.2007, Side 77
Meistaraflokkur karla í körfubolta 2007-2008. Aftari röö frá vinstri: Robert Hodgson þjálfari, Ragnar Gylfarson, Alexander Dungal, Kolbeinn Soffíuson, Craig Walls, Hörður Helgi Hreiðarsson, Sigurður Sveinbjörn Tómasson, Jason Harden, Sævaldur Bjarnason aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Helgi Finnbogason, Magnús Björgvin Guðmundsson, Steingrímur Gauti Ingólfsson, Stefán Nikulásson, Guðmundur Kristjánsson, Arnór Sigurgeir Prastarson og Ágúst Þorri Tryggvason. 8 liða úrslit í bikarkeppni. Það hafa ekki verið sérstakar æfingar í unglingaflokki en leikmenn hafa æft með meistara- flokki. Við bindum vonir við að komast í úrslitakeppnina á þessu tímabili en lið- ið er í 3. sæti í deildinni og komið áfram í bikarnum. Drengjaflokkur, fæddir 1988-1989 Þjálfari: Sævaldur Bjarnason Mjög enfilegir leikmenn eru f drengja- flokki sem spila og æfa með meistara- flokki félagsins. Flokkurinn var í topp- sætinu fyrir áramót en því miður töpuðu þeir leikjum naumlega á lokasprettinum og komust því ekki inn í úrslitakeppni en liðin í öðru til fimmta sæti voru jöfn með 22 stig en Valsmenn voru ekki með nægjanlega hagstæð úrslit og enduðu því í 5. sæti. Flokkurinn komst í 8 liða úrslit í bikar og endaði í öðru sæti í Reykjavík- urmótinu. Frambærilegir leikmenn sem geta látið að sér kveða í allra nánustu framtíð. 11. flokkur, fæddir 1990 Þjálfari: Bergur Már Emilsson Fámennur flokkur og leika leikmenn hans með drengjaflokki félagsins. Flokk- urinn stóð sig ágætlega í vetur endaði í b riðli og komst í 8 liða úrslit í bik- arkeppni. 10. flokkur, fæddir 1991 Þjálfari: Bergur Már Emilsson Öflugur flokkur sem hóf leik í a riðli en enduðu í b riðli Liðið lék marga góða leiki á tímabilinu og komst í 8 liða úrslit í bikarnum. Þéttur kjarni af leikmönnum sem Bergur hefur verið með í nokkur ár. Duglegir strákar sem gætu náð langt. 9. flokkur, fæddir 1992 Þjálfari: Birgir Mikaelsson Flokkur sem hefur verið að berjast við að komast upp úr c riðli. Liðinu hef- ur ekki gengið næginlega vel í íslands- mótinu en eru duglegir að æfa og leggja sig fram. Með auknum krafti þá bæta þessir strákar sig vel og geta vonandi gert tilkall til að ná lengra. Liðið komst í 16 liða úrslit í bikarkeppni. 8. flokkur, fæddir 1993 Þjálfari: Sævaldur Bjarnason í flokknum eru strákar sem hafa ver- ið sérlega duglegir að æfa undanfarin ár. Flokkurinn samanstendur af mjög dug- legum 14 manna hópi sem leggur mik- ið á sig. Þeir enduðu í 2. sæti í b riðli á síðasta ári. Strákarnir fóru í keppnisferð til Svíþjóðar þar sem þeir komust fyrst- ir Valsliða í a úrslit og enduðu á því að vera í 9.-12. sæti í þeirri keppni eft- ir æsispennandi leiki. Mjög samheldinn hópur sem hefur gaman af því að vera í Val og bæta sig fyrir klúbbinn. 7. flokkur, fæddir 1994 Þjálfari: Birgir Mikaelsson Frekar fámennur flokkur sem var að berjast í c riðli. Hafa þurft að fá aðstoð frá minniboltanum til að ná í lið. Strák- amir hafa bætt sig mikið í ár og eiga framtíðina svo sannarlega fyrir sér. Minnibolti, fæddir 1995 og yngri Þjálfarar: Birgir Mikaelsson og Bergur Emilsson Minniboltinn hefur verið á ágætu róli hjá í Val. Iðkendum hefur fjölgað í flokk- unum og strákarnir mættu á þau mót sem í boði voru. Miklar framfarir voru hjá iðkendum í minniboltanum og krakkam- ir höfðu reglulega gaman af því sem þeir voru að gera. Minniboltinn var þrískiptur eftir aldri. í minnibolta 11 ára eru um 20 strákar og margir mjög eljusamir. A og B lið tóku þátt á íslandsmóti, A liðið var í c riðli í 1. deild og B liðið varð í öðru sæti á íslandsmóti 2. deildar liða. Minnibolti 10 ára léku einnig á íslands- móti og enduðu í b riðli. Þessir árgangar spiluðu einnig á fjölmörgum boðsmótum ásamt yngri árgöngum. Valsblaðið 2007 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.