Valsblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 77
Meistaraflokkur karla í körfubolta 2007-2008. Aftari röö frá vinstri: Robert Hodgson þjálfari, Ragnar Gylfarson, Alexander
Dungal, Kolbeinn Soffíuson, Craig Walls, Hörður Helgi Hreiðarsson, Sigurður Sveinbjörn Tómasson, Jason Harden, Sævaldur
Bjarnason aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Helgi Finnbogason, Magnús Björgvin Guðmundsson, Steingrímur
Gauti Ingólfsson, Stefán Nikulásson, Guðmundur Kristjánsson, Arnór Sigurgeir Prastarson og Ágúst Þorri Tryggvason.
8 liða úrslit í bikarkeppni. Það hafa ekki
verið sérstakar æfingar í unglingaflokki
en leikmenn hafa æft með meistara-
flokki. Við bindum vonir við að komast
í úrslitakeppnina á þessu tímabili en lið-
ið er í 3. sæti í deildinni og komið áfram
í bikarnum.
Drengjaflokkur, fæddir 1988-1989
Þjálfari: Sævaldur Bjarnason
Mjög enfilegir leikmenn eru f drengja-
flokki sem spila og æfa með meistara-
flokki félagsins. Flokkurinn var í topp-
sætinu fyrir áramót en því miður töpuðu
þeir leikjum naumlega á lokasprettinum
og komust því ekki inn í úrslitakeppni
en liðin í öðru til fimmta sæti voru jöfn
með 22 stig en Valsmenn voru ekki með
nægjanlega hagstæð úrslit og enduðu því
í 5. sæti. Flokkurinn komst í 8 liða úrslit
í bikar og endaði í öðru sæti í Reykjavík-
urmótinu. Frambærilegir leikmenn sem
geta látið að sér kveða í allra nánustu
framtíð.
11. flokkur, fæddir 1990
Þjálfari: Bergur Már Emilsson
Fámennur flokkur og leika leikmenn
hans með drengjaflokki félagsins. Flokk-
urinn stóð sig ágætlega í vetur endaði
í b riðli og komst í 8 liða úrslit í bik-
arkeppni.
10. flokkur, fæddir 1991
Þjálfari: Bergur Már Emilsson
Öflugur flokkur sem hóf leik í a riðli
en enduðu í b riðli Liðið lék marga góða
leiki á tímabilinu og komst í 8 liða úrslit
í bikarnum. Þéttur kjarni af leikmönnum
sem Bergur hefur verið með í nokkur ár.
Duglegir strákar sem gætu náð langt.
9. flokkur, fæddir 1992
Þjálfari: Birgir Mikaelsson
Flokkur sem hefur verið að berjast
við að komast upp úr c riðli. Liðinu hef-
ur ekki gengið næginlega vel í íslands-
mótinu en eru duglegir að æfa og leggja
sig fram. Með auknum krafti þá bæta
þessir strákar sig vel og geta vonandi
gert tilkall til að ná lengra. Liðið komst í
16 liða úrslit í bikarkeppni.
8. flokkur, fæddir 1993
Þjálfari: Sævaldur Bjarnason
í flokknum eru strákar sem hafa ver-
ið sérlega duglegir að æfa undanfarin ár.
Flokkurinn samanstendur af mjög dug-
legum 14 manna hópi sem leggur mik-
ið á sig. Þeir enduðu í 2. sæti í b riðli á
síðasta ári. Strákarnir fóru í keppnisferð
til Svíþjóðar þar sem þeir komust fyrst-
ir Valsliða í a úrslit og enduðu á því að
vera í 9.-12. sæti í þeirri keppni eft-
ir æsispennandi leiki. Mjög samheldinn
hópur sem hefur gaman af því að vera í
Val og bæta sig fyrir klúbbinn.
7. flokkur, fæddir 1994
Þjálfari: Birgir Mikaelsson
Frekar fámennur flokkur sem var að
berjast í c riðli. Hafa þurft að fá aðstoð
frá minniboltanum til að ná í lið. Strák-
amir hafa bætt sig mikið í ár og eiga
framtíðina svo sannarlega fyrir sér.
Minnibolti, fæddir 1995 og yngri
Þjálfarar: Birgir Mikaelsson og Bergur
Emilsson
Minniboltinn hefur verið á ágætu róli
hjá í Val. Iðkendum hefur fjölgað í flokk-
unum og strákarnir mættu á þau mót sem
í boði voru. Miklar framfarir voru hjá
iðkendum í minniboltanum og krakkam-
ir höfðu reglulega gaman af því sem þeir
voru að gera.
Minniboltinn var þrískiptur eftir aldri.
í minnibolta 11 ára eru um 20 strákar og
margir mjög eljusamir. A og B lið tóku
þátt á íslandsmóti, A liðið var í c riðli
í 1. deild og B liðið varð í öðru sæti á
íslandsmóti 2. deildar liða.
Minnibolti 10 ára léku einnig á íslands-
móti og enduðu í b riðli. Þessir árgangar
spiluðu einnig á fjölmörgum boðsmótum
ásamt yngri árgöngum.
Valsblaðið 2007
77