Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 81
Fræðslupistill
Unglingar og íþróttir - hvað
ræður brottfalli úr íþróttum?
Eftir Ragnhildi Skúladótur, yfirmaður barna- og unglingasviðs hjá Val
Undirrituð útskrifaðist úr Lýðheilsu- og
kennslufræðideiid Háskólans í Reykja-
vfk á siðastliðnu sumri og fjallaði meist-
araritgerðin um forvarnir gegn fíkniefn-
um. f ritgerðinni voru aðallega skoðaðir
fjórir þættir sem sýnt hefur verið fram á
að skipta höfuðmáli þegar kemur að for-
vömum gegn fíkniefnum. Þessir þætt-
ir eru; fyrirmyndir, aldur við upphaf
áfengisneyslu, samvera með foreldr-
um og þátttaka í íþrótta- og æskulýðs-
starfi. Við rannsóknina var gagna aflað
með hópviðtölum við unglinga í 9. bekk
og við foreldra unglinga á þessum aldri.
Einnig vom notuð gögn frá Forvam-
ardeginum árið 2006, en að auki fékk
undirrituð aðgang að tölfræðigögnum
Rannsókna & greiningar. Þar sem rann-
sóknin var fjölþætt þá hef ég ákveðið að
gefa ykkur innsýn í upplifanir og skoð-
anir unglinga og foreldra á íþróttum og
hvaða ástæður þau telja vera fyrir brott-
falli úr íþróttum. Taka skal fram að und-
irrituð hefur eingöngu fært á pappír sýn
þessara hópa á málefnið íþróttir og end-
urspeglar greinin á engan hátt skoðanir
höfundar á málefninu. Hins vegar tel ég
að það sé öllum hollt að velta upp skoð-
unum og hugmyndum annarra og get ég
af sannfæringu viðurkennt að vinnan við
ritgerðina jók víðsýni mína á því hvað
íþróttir standa fyrir.
Helstu kostir íþróttaiðkunar
Þegar unglingar úr 9. bekk vom spurð-
ir um helstu kosti þess að stunda íþrótt-
ir nefndu þeir ýmsar ástæður. Svör hóp-
anna vom áþekk og nefndu flestir að
hreyfingin væri mikilvæg og með hreyf-
ingunni héldu þau sér í formi og styrkt-
ust líkamlega. Einnig nefndu þau vel-
líðan í lok æfingar og að íþróttir væm
skemmtilegar, væru þeirra áhugamál og
gott væri að hafa eitthvað að gera í frí-
stundum. Félagsskapurinn í íþróttum var
líka ofarlega á baugi og kom fram að þau
kynntust mörgum í gegnum íþróttir og
svo skipti miklu máli að vinirnir væru
einnig þátttakendur. Þau töldu einnig að
með íþróttaiðkun héldu þau heilbrigðari
lífsstíl og minni líkur væm á að þau hæfu
neyslu áfengis eða tóbaks.
Svipaðar niðurstöður komu fram hjá
þeim fullorðnu þegar þau vom beðin að
nefna helstu kosti þess að stunda íþrótt-
ir. Nefndu þau líkamlegan, félagsleg-
an og sálrænan ávinning. Einnig nefndu
þau mikilvægi þess að eiga sér tóm-
stundarstarf og sá félagslegi ávinning-
ur að tilheyra hópi væri ómetanlegur. Þá
kom fram að krakkar sem stunda íþrótt-
ir stæðu sig jafnan betur í námi. íþrótt-
imar byggðust á skýmm skilaboðum og
reglum sem væm einstaklingnum mik-
ilvæg í uppeldinu.
Ástæður íþróttaiðkunar
Þá voru fullorðnu einstaklingamir beðn-
ir um að velta fyrir sér ástæðum fyrir
þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og
æskulýðsstarfi. Allir svömðu því til að
félagarnir skiptu miklu máli, eldri syst-
kini, foreldrar og aðgengi að íþróttum.
Talsverð umræða fór fram í hópi foreldra
og þar kom fram að í upphafi væm það
yfirleitt foreldrarnir sem stýrðu íþrótta-
iðkuninni, það er að segja ef bömin byrj-
uðu strax á leikskólaaldri í svokölluðum
íþróttaskóla. Þegar börnin væm komin
í gmnnskóla þá skipti einnig máli hvað
bekkjarsystkini væru að gera og þau
veldu sér oft sömu íþróttagrein og vin-
imir. Einnig var þeirri spumingu velt upp
hvort íþróttaþátttaka og virkni foreldra
skiptu einhverju máli þegar kæmi að
virkni bamanna. Niðurstaðan var sú að
ef aðgengið að íþróttum væri gott, þyrfti
virkni foreldra ekki að skipta máli og
áttu við ef foreldrarnir hefðu verið virkir
í íþróttum, legðu þeir það frekar á sig að
keyra börnin í íþróttir en þeir sem ekki
hefðu verið virkir.
Fleiri þættir voru nefndir sem ástæð-
ur fyrir þátttöku í íþrótta- og æskulýð-
sstarfi eins og fyrirmyndir og umfjöllun
um fþróttir í fjölmiðlum. Kostnaður var
nefndur sem mögulega hamlandi þáttur á
iðkun íþrótta. Lokaniðurstaðan í hópi for-
eldra fyrir helstu ástæðum þess að krakk-
ar stunda íþróttir og/eða annað æskulýð-
sstarf koma frá einu foreldrinu: ,,Ég held
að það skipti öllu máli að þetta [íþróttir
og/eða annað æskulýðsstarf innsk. RS]
sé ekki of dýrt og þetta sé aðgengilegt".
Helstu gallar við íþróttaiðkun
Unglingamir vom einnig beðnir um að
nefna galla við að stunda íþróttir og vom
allir hópamir sammála um að mikill
tími færi í íþróttaiðkun, sem kæmi nið-
ur á þátttöku í öðm félagslífi. Ennfrem-
ur nefndu þau að æfingaálag væri mik-
ið og meiðsli væm algeng. Æfingamar
væru yfirleitt á kvöldmatartíma eða eft-
ir kvöldmat og hefði því áhrif á að þau
snæddu kvöldverð með fjölskyldunni.
Einnig nefndu þau að lögð væri of mik-
il áhersla á árangur og það væru alls ekki
allir sem stunduðu íþróttir sem hefðu það
að markmiði að verða afreksmenn, held-
ur væm í íþróttum af því að þeim fannst
Valsblaðið 2007
81