Valsblaðið - 01.05.2007, Síða 84

Valsblaðið - 01.05.2007, Síða 84
Foreldrapistill Hvernig fara forvarnir og keppnisíþróttir saman? I mörgum tilfellum eru iðkendur íþrótta hjá Val og eflaust öðrum félögum ungir þegar þeir hefja íþróttaiðkun. f hand- og fótbolta geta krakkarnir byrjað í 8. flokki og eru þá jafnvel 4— 5 ára gamlir. Svo líður tíminn; foreldrar þeysast með börn sín á æfingar og í keppni næstu árin. Við heyrum í kringum okkur að þetta sé allt af hinu góða. Hreyfing er bömum holl, íþróttaiðkun er góð forvörn þegar hærra dregur í aldri gagnvart hvers kyns fíkni- efnum segja fræðin og félagslegi þátt- urinn er líka hvetjandi og hefur góð áhrif á börnin. Það er helst að allt þetta skutl á einkabílum og eða slysahætta sem börn- unum stafar af umferðinni á leið á æfing- ar séu neikvæðar hliðar íþróttaiðkunar. Keppnin fram eftir flokkum, allt upp í 3. flokk í fótbolta á að vera samkvæmt einkunnarorðum Vals: „Látið aldrei kapp- ið bera fegurðina ofurliði“. Oft er keppt til verðlauna en fyrstu árin er sagt að aðalatriðið sé ekki að vinna, heldur vera með. En er það svo? Það felst kapp í öll- um leikjum hjá bömum og ég held að það minnki síst þegar ofar dregur í aldri. Keppni er oft hörð um fyrstu þrjií sætin og veitt em sérstök verðlaun fyrir þau á mörgum mótum. Vissulega slær Valshjart- að glaðlega og samkenndin gerir vart við sig þegar vel gengur og er ekki bara allt í lagi að verðlauna þá sem skara fram úr? Hvenær verður keppnin orðin slík að ekki geta allir verið með? Hvenær verða bara þeir bestu valdir í lið- ið og hinir fá ekki að vera með? Það er reyndar hefð fyrir A, B og jafnvel C og D liðum í fótbolta fyrstu árin en þeg- ar ofar dregur eru í mesta lagi A og B lið og hefur einhver heyrt um B lið í meist- araflokki? Hvenær fer þessi forvöm að snúast upp í andhverfu sfna og útiloka þá sem ekki eru bestir, mæta ekki á allar æfingar eða æfa sig aukalega jafnvel dag- lega? Brottfall er frekar neikvætt orð og er nefnt bæði í samræðu um framhalds- skóla og íþróttir. Einmitt á því viðkvæma aldursskeiði sem unglingsaldurinn er, er mesta hættan á brottfalli iðkenda úr íþróttum. Skyldi það vera tengt aukn- um kröfum þjálfara -nú eða félagsins eða foreldra um árangur í íþróttinni? Eftirfar- andi klausa er tekin upp úr ritgerð 14 ára iðkanda í íþróttum: „Ég er búin að vera í fótbolta frá því ég var 7 ára. Ég hef líka verið í dansi og stundum fleiri íþróttum. Þetta hefur allt gengið vel og mér hefur gengið vel í boltanum. Það er gaman að vera með krökkunum í flokknum og við gemm margt félagslegt saman. Núna verð ég líklega að hætta. Ég vil vera áfram í dansinum og hitta vini mína en þjálfarinn segir að nú sé þetta alvara, við verðum að leggja okkur 100% fram, annars náum við ekki í liðið og verðum á bekknum eða bara ekki með. Mér finnst það fúlt, því mér finnst gaman að spila fótbolta. Af hverju getum við ekki verið með, án þess að þurfa alltaf að vera best?“ Fyrir nokkrum árum hættu 7 stúlkur að æfa fóltbolta á sama tíma af sömu sök- um, þær voru 13 og 14 ára. Þær vildu vera með og voru tilbúnar að mæta á all- ar æfingar, en ekki fara aukalega á morg- unæfingar eða í þrektíma. Þær vildu stunda fótbolta en voru kannski ekki til- búnar að gefa sig 100% í þetta eins og segir í ritgerðinni hér að ofan. Allt voru þetta góðar fótboltastelpur. Nokkrir strák- ar æfðu einnig vel fyrir nokkrum árum. Það var fyrir tíma gervigrasvalla og þeir sóttu m.a. æfingar upp í Víðidal. Heilt haust og vetur mættu þeir samviskusam- lega á æfingar og leiki sem boðið var upp á en voru alltaf á bekknum. Ekki voru þeir neitt lélegir í boltanum. Að lokum gáfust einhverjir upp, aðrir fóru í önn- ur lið og gera það jafnvel bara gott þar í dag en sumir drengir úr flokknum fengu tækifæri og hafa spilað með í meistara- flokki karla. Tilviljun ein réði því hvar hver lenti. Forvarnargildi íþrótta fyrir alla Er Val ekki akkur í því að halda í fólkið sitt og eiga iðkendur ekki forgang í það félag sem þeir eru aldir upp í? Hvað með „Valshjartað"? Ég held að aðgát sé stund- um þörf í nærveru sálar og að þjálfarar þurfi virkilega að vera meðvitaðir um að það séu ekki bara „lögmálin um framboð og eftirspum“ sem gilda í boltanum, held- ur verði að taka tillit til félagslegra þátta, svo og forvamarþáttarins þegar valið er í lið eða öllu heldur þegar valið er ekki í lið. Þá er ekkert verið að tala um þá sem em ekki nógu góðir, heldur þá sem em nógu góðir, vilja vera með en hafa líka önnur áhugamál en boltann. Svo þegar ofar er komið em jafnvel fengnir iðkend- ur úr öðmm félögum sem em svipaðir „að getu“ en ekki aldir upp í félaginu. í nóvember sl. var svokallaður forvarn- ardagur. Þá var vitnað í unglinga sem lögðu fram hugmyndir sínar þar um. Ein stúlkan sagði: „Við eigum að geta stund- að íþróttir og önnur áhugamál án þess að þurfa alltaf að vera að taka þátt í keppni.“ Neðanmáls var staðhæft að rannsóknir sýndu að ein besta forvöm gegn fíkniefn- um væri þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Er rúm fyrir bæði forvarnarstarf fyrir alla og markmið um hámarksárangur? Hvemig nmar svona forvamarstefna við framsækið, öflugt og metnaðarfullt starf hjá íþróttafélagi eins og Val? Er rúm fyr- ir bæði forvamarstefnu þar sem flestir geta tekið þátt og keppnisíþróttir þar sem markmiðið er að ná hámarksárangri og helst að vinna marga titla ár hvert? Hvem- ig er þessu háttað hjá Val? Er nóg af tæki- fæmm til að taka þátt í keppni fyrir þau sem ekki em framúrskarandi keppendur en vilja vera með? Sjáum við bömin okk- ar blómstra í íþróttaiðkun „við hæfi“? Eftir Margréti Ivarsdóttur grunnskóla- kennara og móður íþróttaiðkenda 84 Valsblaðið 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.