Valsblaðið - 01.05.2007, Side 86

Valsblaðið - 01.05.2007, Side 86
, .... g* . • *, - i ’ j.éH LJ , 1 k rijRtmi.u r "> ' I rpT, L» m'« | Lea Sif Valsdótttir er þrátt fyrir ungan aldur meðal reyndari þjálfara yngri flokka í fótbolta hjá Val og hefur kom- ið að þjálfun fjölmargra ungra og efni- legra stúlkna hjá Val og er nú aðal- þjálfari 5. og 6. flokks kvenna. Lea Sif er á öðru ári í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík eins og stendur, en hún sér sig þó ekki fyrir sér við skrif- borð allan daginn í framtíðinni. „Ég er ekki beint týpan sem slaka mikið á svo eftir tíu ár sé ég mig fyrir mér í fullri vinnu, þjálfun, tómstundum, barneignum og einhveru fleiru skemmtilegu, en ég átti m.a. þann æskudraum að verða fræg söngkona“ segir Lea og hlær. Hún segir að þjálfari þurfi að geta haldið aga og jafnframt haft æfingamar skemmtilegar. Samt sem áður megi aginn ekki vera þannig að börnin séu hrædd við að mæta á æfingu en það eigi alltaf að vera gaman á æfingum. Skilaboð hennar til ungra iðkenda er að þeir eigi að njóta þess sem lengst að vera ungir og leika sér í iþróttum, hafa gaman af lífinu og því að geta verið með félögum sínum allan dag- inn, það sé engin þörf á að flýta sér að fullorðnast. „Mikilvægt er að vera dug- legur í skólanum, læra vel, stunda íþróttir af krafti og þá næst árangur bæði í íþrótt- um og í lífinu," segir Lea af sannfæringu. Fjörug æskuár í Hlíðunum og hjá Val „Ég hef alltaf átt heima í Hlíðunum og er ekkert á leiðinni úr hverfinu. Ég gekk í Háteigsskóla og kynntist þar þeim vin- konum sem ég á í dag. Þegar við vor- um í 3. bekk skelltum við okkur á fót- boltaæfingu bara til þess að prófa. Eftir það var ekki aftur snúið. Strax í 7. bekk vomm við komnar með viðurnefnið fótboltastelpurnar og ég held að við höf- um gengið undir því síðan. Gamli gmnn- skólahópurinn hittist á síðasta ári og þá kom einn gamall bekkjarfélagi og spurði hvar restin af fótboltastelpunum væru, þó svo að flestar séu hættar í boltanum. Við 8 vinkonurnar sem vorum að æfa í bekknum kynntumst enn fleiri snilling- um í flokknum. Þær stelpur sem em mín- ar bestu vinkonur í dag em allar úr bolt- anum. Þjálfunin var frábær, enda var Beta (Elísabet Gunnarsdóttir) að þjálfa okkur. Það var mikið lagt upp úr því félagslega og tel ég að það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því hve fjölmenn- ur hópurinn var. Það var alltaf gaman að mæta á æfingar sama hvort það var þrek. þol, tækni eða spil. Við vorum alltaf að gera eitthvað saman og það voru ófáar næturnar sem við gistum í Valsheimilinu. Sumrin vom lrka alltaf skemmtileg, Beta var alltaf að vinna í Valsheimilinu og þar af leiðandi vorum við alltaf þar, svo vor- um við líka mikið úti á velli að æfa okk- ur. Enda bætum við okkur heilmikið yfir sumarið bara með því að vera á Hlíð- arenda að leika okkur með bolta.“ Drullufotbolti á Gothia Cup og ósanngjarnt tap í úrslitaleik „Ég man alltaf eftir leik sem við spil- pðum á Gothia Cup í Svíþjóð, það vom þrumur og eldingar og grenjandi rigning og allir hlupu undir tjald í hræðslukasti en við stelpurnar frá Islandi ákváðum að hræða mótherjann með því að fara með faðir vorið í rigningunni. Við vomm orð- nar rennblautar þegar leikurinn gat loks- ins byrjað en við fómuðum okkur í alla bolta og unnum að sjálfsögðu leikinn, fórum svo út úr strætónum á vitlausum stað á leiðinni heim og þurftum að labba í 40 mínútur gegnblautar með nudd- og brunasár eftir allar tæklingamar. Gleymi samt ALDREI þegar við vor- um að spila úrslitaleik á Gull- og silf- 8G Valsblaðið 2007
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.