Valsblaðið - 01.05.2007, Page 90
Ferð til Kölnar á lelk Vals og
Gummersbach í melstaradeildinni
Það var 17 manna vaskur hópur sem
lagði af stað til Frankfurt árla morguns
föstudaginn 16. nóvember síðastliðinn til
þess að fylgjast með leik í meistaradeild-
inni í handbolta milli Gummersbach og
Vals í Köln Arena sem er ein alglæsileg-
asta íþróttahöll í Evrópu og tekur rúm-
lega 18 þúsund manns í sæti.
Leitað að hótelinu á bílaleigubíl
Vélin lenti án teljandi vandræða í Frank-
furt og skiptist hópurinn þar í tvennt,
annar helmingurinn tók leigubíl sam-
an og hinir fóru með bflaleigubfl. Ein-
hver miskilningur kom upp hjá bflaleig-
unni sem hélt að við ætluðum að sækja
bflinn á flugvellinum í Köln, þannig að
okkur var reddað stórum velmerktum
starfsmannabfl á síðustu stundu og ekk-
ert GPS tæki eins okkur hafi verið lofað.
Við fengum smá áhyggjur hvemig við
myndum finna hótelið í þriggja milljón
manna borg og það eina sem við höfð-
um var heimilisfang hótelsins og að það
stæði við nýtískulega brú. Gamli mark-
vörðurinn úr KA Guðmundur Arnar Jóns-
son keyrði tryllitækið af stað til Köln-
ar sem er í tæplega 200 km fjarlægð frá
Frankfurt. Það gekk nokkuð vel að kom-
ast út á þjóðveginn og var allt sett á fullt
og náðum við allt að 180 km hraða þeg-
ar best lét.
Þegar við vorum tæplega hálfnaðir
hringdunt við í Svein (Puma) og fyrr-
verandi framkvæmdastjóra Vals sem var
með leigubflnum og tjáði hann okkur að
hópurinn væri kominn á hótelið í Köln.
Eg reyndi að fá eins miklar leiðbeining-
ar hvernig við gætum fundið hótelið en
hann gat lítið aðstoðað okkur nema að
hótelið væri beint við nýtískulega brú.
Það var lygasgögu líkast að við fund-
um hótelið í fyrstu atrennu. Og létti það
áhyggjurnar hjá hópnum.
Slappað af í Köln
Fólkið tékkaði sig inn á þetta fína hótel
sem var staðsett í gamla bænum í Köln
og hafði bæði flottan veitingastað og
bar. Sumir lögðu sig en aðrir fengu sér
nokkra kalda og enn aðrir fóru og röltu
um bæinn og skoðuðu hann. Um kvöld-
matarleytið fór hópurin út að borða sam-
an. Eftir það var því tekið rólega og fólk
fór snemma í háttinn. Snemma morg-
uninn eftir fór fólkið og verslaði í bæn-
um sem hafði alveg ágætt úrval, meðal
annars þrjár H/M búðir.
Seinni partinn komu leikmennirnir
með rútu frá Amsterdam og yfirgáfu þá
þeir Kristján Karlsson og Guðni liðstjóri
hópinn og fóru á hótelið til leikmanna
liðsins.
Á laugardagskvöldið hittist allt fólkið
saman á hotelbarnum og spjallaði sam-
an og var mikið hlegið. Upp úr kl 1 fór
fólkið upp á herbergi og var ákveðið að
snarla saman um hádegið daginn eftir.
Undirbúningur fyrir leihinn
Menn vori mishressir daginn eftir því
einhverjir höfðu kíkt í bæinn á lífið og
farið seint að sofa. Um kl. 13 lagði hóp-
urinn af stað á leikinn sem átti að byrja
kl. 15. Höllin var í 30-40 mínútna
göngufæri frá hótelinu. Á leiðinni var lit-
ið við á einum pöbb og einum ísköldum
skolað niður. Rétt um klukksutund fyr-
ir leik var allt fólkið komið í höllina og
sá meistari Jóhannes Lange um að redda
öllum miða á leikinn. Höllin er öll hin
glæsilegasta og minnti hún undirritaðan
á Madison Sqaure Garden í New York.
Fátt var samt á leiknum eða milli 3 og
4 þúsund manns sem gjörsamlega týn-
ast í svona stórri höll. Annars myndaðist
alveg ótrúlega góð stemning í höllinni.
Við ofurefli að etja á vellinum
Leikurinn byrjaði vel hjá okkar mönn-
um og komumst við meðal annars í 4-1
en eftir það skildu leiðir og 12 marka tap
var staðreynd sem var í raun allt of stórt
miðað við gang leiksins. Arnór fór ham-
förunt í leiknum og setti 7 mörk í 7 skot-
um, ótrúlega vel gert hjá Norðanmann:
inurn og hefur hann örugglega sett pressu
á Alfreð um að komast í landsliðshópinn.
Vel heppnuð ferð
Eftir leik fór allur hópurinn saman að
borða á fínum þýskum stað. Þegar fdlk-
ið hafði lokið við matinn var stefnan tek-
in á hótelið til leikamannana. Þar var set-
ið og spjallað fram að miðnætti og fór þá
hópurinn að gíra sig upp fyrir heimferð-
ina sem var snemma daginn eftir.
Það var ntál allra að ferðin hafi geng-
ið ótrúlega vel í alla staði og einstaklega
samhentur hópur þar á ferð. Ber ég öll-
um hópnum mínar bestu kveðjur og von-
andi verður hægt að endurtaka leikinn á
næsta ári.
Undirritaður óskar öllum Valsmönmtm
nœr og fjœr gleðilegra jóla og farsœld-
ar á nýju ári
Gestur Valur Svansson
90
Valsblaðið 2007
.j