Valsblaðið - 01.05.2007, Side 94
Fyrirliðar Vals og íslandsmeistarar með
Islandsmeistarabikarinn 2007. Gri'mur
Sœmundsen, Guðmundur Þorbjörnsson,
Sigurbjörn Hreiðarsson og Þorgrúnur
Þráinsson.
í viðtali við Valsblaðið árið 2005 sagði
Sigurbjörn Hreiðarsson fyrirliði meist-
araflokks Vals í knattspyrnu; „Það er
styrkur stórveldis að rísa á ný.“ Fyr-
irliðinn hafði lög að mæla því þrátt fyr-
ir stopult gengi liðsins síðastliðin tíu
ár hefur Valur alltaf hafið sig til flugs á
ný. Undir stjóm Willums Þórs Þórssonar
hefur loksins náðst stöðugleiki og styrk-
ur sem einkennir meistaralið með mikinn
metnað. Það má með sanni segja að Sig-
urbjörn hafi hitt naglann á höfuðið með
ummælum sínum því það er líka styrk-
ur stórmenna að rísa á ný, eins og fyr-
irliðinn hefur sýnt og sannað með tryggð
sinni við félagið í gegnum súrt og sætt.
Það eru ekki margir sem standa í fæturna
eftir að hafa fallið um deild með liðinu
sínu í þrígang.
Þótt það hafi varla hvarflað að nokkr-
um leikmanni að flakka á milli félaga
fyrir tveimur áratugum virðist það nánast
daglegt brauð um þessar mundir. Menn
ganga kaupum og sölum, flýja liðið „sitt“
þegar illa gengur, gefast upp við minnsta
mótlæti, jafnvel þótt allt sé í lukkunnar
velstandi og róa á önnur mið. Trygglyndi
við SITT félag er á undanhaldi en til allr-
ar hamingju eigum við enn leikmenn sem
eru Valsmenn í hjarta sínu og verða alltaf
Valsmenn í hjarta sínu. Vissulega hefur
landslagið breyst í boltanum og er öllum
ljóst að um hálf-atvinnumennsku er að
ræða á Islandi. Engu að síður ættu menn
að huga að því hvaða félag þeir hafa í
hjarta sínu, hvaða liði þeir vilja tilheyra
og ekki síst hvar þeir vilja „eiga heima“
þegar ferlinum lýkur.
í viðtali við Valsblaðið fyrir tveimur
árum sagði Sigurbjörn ennfremur: „Það
er mitt markmið númer eitt, tvö og þrjú
að verða Islandsmeistari." Og auðvitað
varð Sigurbirni að ósk sinni því hann hef-
ur alltaf lagt sig 100% fram. Svo enn sé
vitnað í Sigurbjörn var líka haft eftir hon-
um þegar hann var spurður um heilræði
til yngri iðkenda í Val. „Númer eitt er að
halda haus og gefast ekki upp þótt á móti
blási, sýna dugnað og metnað á æfingum
og setja sér skýr markmið, hlusta á þjálf-
arann og bera virðingu fyrir samherjum
og andstæðinum og félaginu.“
Þótt Sigurbjörn hafi hampaði íslands-
bikarnum sem fyrirliði eftir glæsilega
frammistöðu liðsins í sumar átti hann
ekki alltaf sjö dagana sæla. Hann varð
enn og aftur fyrir mótlæti, rnissti sæti
sitt í byrjunarliðinu en brást við því eins
og sannur fyrirliði. Hvatti menn til dáða,
Iagði sig enn betur fram, setti undir sig
hausinn og ætlaði sér aftur í liðið. Vit-
anlega tókst honum það og þegar mest
á reyndi stóð fyrirliðinn algjörlega und-
ir væntingum. í sigurleiknum gegn FH
í Kaplakrika fór Bjössi fyrir liðinu og
lék án efa sinn besta leik í langan tíma.
Þannig eiga sannir fyrirliðar að vera. Þótt
Valsliðið allt eigi hrós skilið fyrir frá-
bæra frammistöðu í sumar og ekki síst
Willum þjálfari þá er þessi titill í hugum
margra Valsmanna; íslandsmeistaratit-
ill Sigurbjöms Hreiðarssonar. Hann hef-
ur aldrei gefist upp, haldið uppi merki
félagsins á erfiðum tímum, sett sér skýr
markmið og er núna að uppskera.
Látum hans eigin orð úr Valsblaðinu
árið 2005 verða lokaorð þessarar greinar:
Mestu hetjurnar eru ekki alltaf í sigurlið-
unum, það er mikill misskilningur að ein-
falda það þannig, því til að þroskast sem
persóna og leikmaður þurfa menn að geta
unnið í mótbyr og meðbyr og fylgt sinni
sannfæringu."
Til hamingju með íslandsmeistaratit-
ilinn Sigurbjörn Hreiðarsson Valsmaður!
Þorgrímur Þráinsson
94
Valsblaðið 2007
Ljósm. Valgarður Gíslason