Valsblaðið - 01.05.2007, Page 95

Valsblaðið - 01.05.2007, Page 95
Framtíðarfólk Það sem drepur þig ekki styrkir þig Guðlaug Rut Þórsdóttip er 16 óra og leikur lótbolta með 2. flokki og er handhafi Friðrikshikarsins Guðlaug er í 2. flokki á yngsta ári og hefur æft fótbolta með Val í u. þ.b. 10 ár, byrjaði á yngra ári í 6. fl. Valur er í hverfinu henn- ar og ekkert annað hafi komið til greina. Hvernig gengur ykkur? Okkur gekk nú bara ágætlega í sumar í 3. flokki. Ég meiddist frekar snemma í júní og gat ekki spilað meira svo ég datt út þá. En hópurinn var mjög sterkur og þetta gekk vel þó svo að við ætluðum okkur meira. Skemmtileg atvik úr fótbolta? Ég man vel eftir öllum pæjumótunum sem ég fór á en þau voru alltaf skemmtileg og eft- irminnileg og einnig Rey Cup sem við unnum í fyrra. í 5. flokki þegar við unn- um eitthvað mót í fyrsta skipti vorum við voðalega spenntar að fá bikar og vor- um búnar að æfa okkur að taka á móti honum og allt, en svo voru bara nælur í verðlaun og vorum ekkert voðalega sátt- ar með það. Fyrirmyndir í fótbolta? Ég man alltaf eftir því þegar ég var lítil í svona 5. fl. og mætti niður á Valsvöllinn gamla til að horfa á leik með meistaraflokki kvenna. Ég leit svo mikið upp til stelpnanna ég ætlaði að vera alveg eins og þær. Mfn helsta fyrirmynd var alltaf Dóra Stefáns- dóttir og er enn. Svo eru margir aðrir sem maður lítur upp til. Hvað þarf til að ná Iangt í fótbolta eða íþróttum almennt? Það þarf þolinmæði held ég. Æfingin skapar meistaran það er víst. Ég þarf nú bara að styrkja mig aðal- lega til að koma í veg fyrir meiðsli. Mér finnst að það ætti að vera meira í yngri flokkunum um alls konar styrktaræfing- ar, sem geta komið í veg fyrir meiðsli. Svo getur maður alltaf bætt allt. Sérstak- lega eftir að hafa verið svona lengi frá. Hvernig gengur þér að ná þér eftir meiðslin? Hvað er erfiðast við að lenda í meiðslum? Það gengur nú bara ágæt- lega en þetta tekur tíma. Ég fór í aðgerð fyrir rúmum tveimur mánuðum og þetta gengur bara mjög vel miðað við hvað stutt er síðan. Það er talað um að það taki svona 7-8 mánuði í endurhæfingu. Ég stefni að því að vera komin aftur til leiks í mars. Ætla að reyna mitt besta við að styrkja mig núna og koma svo tvö- falt sterkari til baka. „Það sem drepur þig ekki styrkir þig.“ Það sem er erfiðast sér- staklega þegar maður þarf að vera svona lengi frá er að gefast ekki upp og halda alltaf áfram. Hvers vegna fótbolti? Það hefur bara alltaf verið fótbolti fyrir mig, kom ekki annað til greina. Bróðir minn var að æfa með Val á sínum tíma og það var nú aðal- lega þess vegna sem ég ákvað að byrja. Hverjir eru þínir framtíðardraumar í fótbolta og lífinu almennt? Ég stefni allavega að því að klára skólann. Svo langar mig að ná langt í fótboltanum og stefni að því að geta kannski farið og spilað erlendis. Það eru svona stærstu draumarnir, annars er það bara að vera leikmaður meistaraflokks Vals og lands- liðsins. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa fengið Friðriksbikarinn í haust? Að vinna stór verðlaun eins og þessi gef- ur manni mikið sjálfstraust og hvetur mann til að gera enn betur. Hvað einkennir góðan þjálfara? Ég hef nú haft nokkra og mjög mismunandi þjálfara. En mér finnst hann þurfa að hafa aga á liðinu en samt vera skemmti- legur og hress. Hann þarf að vera skipu- lagður og gefa sér tíma í þjálfunina. Hver stofnaði Val og hvenær? Séra Friðrik árið 1911. Valsmenn - bestll Óskir um gleðileg jol og farsælt nýtt áp rmna>- HLAÐBÆR W COLASl Valsblaðið 2007 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.