Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 98
Ungir Valsarar
Maður fær mikla útrás
við að leika handbolta
Bjartur Guðmundsson leikur handbolta með 4. flokki
Bjartur er í 4. flokki og er 14 ára. Þetta
er sjöundi veturinn sem hann æfir hand-
bolta. Hann segist hafa valið Val af því
að það komu leikmenn úr meistaraflokki
Vals í skólann að kynna félagið. Svo var
stutt að fara í Valsheimilið. Hann segist
ekki muna betur en að foreldrar sínir hafi
mætt á alla leiki hjá sér, yfirleitt koma
þau bæði. Þau séu einnig oft í foreldra-
ráði. Honum finnst stuðningur foreldra
skipta alveg gríðarlega miklu, það hvetji
iðkandann alveg rosalega áfram.
Hvernig gengur ykkur? Á síðasta tíma-
bili gekk okkur frekar vel, við vorum í
lok tímabils meðal fimm efstu liða. Við
fórum á bæði deildarmót og íslandsmót.
Við erum með fínan hóp en það þarf bara
að venjast því að spila saman og þá er ég
viss um að þetta smelli hjá okkur. Ég er
með góða þjálfara sem hafa metnað fyr-
ir starfi sínu og ég treysti þeim fullkom-
lega fyrir því sem þeir eru að gera. Góð-
ur þjálfari hefur metnað og reynslu. Hann
getur haldið uppi aga og getur gert leik-
menn góða, en að sjálfsögðu ekki nema
leikmennirnir leggi sig fram.
Fyrirmyndir í handbolta? Ég lít mik-
ið upp til Guðjóns Vals Sigurðssonar sem
er leikmaður Gummersbach. En þó aðal-
lega vegna mikilla framfara hjá honum
inni á vellinum. Ólafur Stefánsson leik-
maður Ciudad Real er í miklu uppáhaldi
hjá mér, vegna þess hversu mikla yfirsýn
hann hefur og hversu frábær leikmaður
hann er. Báðir þessir leikmenn spila með
landsliðinu.
Hvað þarf til að ná árangri í íþróttum?
Til þess að ná árangri í íþróttum þarf að
mæta vel á æfingar, borða holla og fjöl-
breytta fæðu, hafa metnað og áhuga. Það
er alltaf hægt að bæta sig. Ég þarf til
dæmis að auka skotgleði mína.
Hvers vegna handboiti? Ég valdi hand-
bolta því mamma stakk upp á því að ég
myndi prófa eina æfingu. Mér fannst
mjög gaman þannig að ég hélt áfram, svo
fær maður líka svo góða útrás af því að
vera í handbolta. Ég er líka að æfa fót-
bolta með Val og er búinn að æfa í rúm
þrjú ár.
Framtíðardraumar í handbolta? Það
er náttúrulega stóri draumurinn að lifa á
því að spila handbolta, en ég ætla nú ekk-
ert að vera að gera mér neinar stórar von-
ir. Ég er ákveðinn í því að klára mennta-
skólanám og hugsanlega háskólanám eða
fara út að læra. Sama hvað ég á eftir að
starfa við eða fást við í lífinu vona ég
að ég geti spilað handbolta á meðan lík-
aminn leyfir.
Hver stofnaði Val? Séra Friðrik Frið-
riksson, 11. maí árið 1911.
sári-tfaa P
Ski-doo fremstir á sviðinu
Paö er ekki aöeins vegna nýs ögrandi útlits sem athyglin beinist aö Ski-doo. Tölurnar tala sínu máli:
Sleöarnir eru um 25 kg léttari i ár þó aö þeir séu byggöir á REV grunninum sem var nú léttur fyrir! Hraöari
léttari, mögnuö fjöörun og nú enn betri i stjórnun. Ski-doo er fremst á sviöinu nú sem aldrei fyrr.
200.000 kr. afsláttur
á nýju Can-am
Getum boðið nokkur eintök
af Can-am Renegade 800,
torfeeruskráðu, á hreint
mögnuðu verði með 200.000
kr. afsleetti.
Motor
MotorMax Roykjavík Kletthálsi 13 - Slmi 563-4400
MotorMax Egilsstöóum Simi 470-5080 / 470-5070
MotorMax Akurcyri Sími 460-6060
www.motormax.is