Valsblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 103
Framtíðarfólk
Væri Irábært að gera ekki neitt
nema vera í fótbolta allan daginn
Guðbjörg Gunnarsdóttir er 22 ára og lelkur fótbolta með meistaraflokki kvenna
Fæðingardagur og ár: 18. maí 1985.
Nám: Á tæplega ár eftir af hagfræði BS í
Háskóla íslands.
Hvað ættar þú að verða: Alveg ótrúlega
margt.... Landsliðsmarkvörður nr. 1 og
hagfræðingur Seðlabankans dettur mér
strax í hug.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Magnús Gunnarsson, afi minn,
markvörður og einn af stofnendum FH.
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða: Ég yrði mjög seint magadansari.
Af hverju fótbolti: Af því að aðrar
íþróttagreinar eru bara hobbý.
Af hverju Valur: Valur er flottasti klúbb-
urinn í dag og hér hefur maður allt til að
verða afreksmaður í íþróttum.
Eftirminnilegast úr boltanum: Tvöfald-
ur meistaratitill 2006, eftir að hafa orðið
Islandsmeistarar kláruðum við Breiðablik
í vítaspyrnukeppni í líklega skemmtileg-
asta bikarúrslitaleik sögunnar.
Hvernig gekk á síðasta tímabili: Frá-
bært ár fyrir Val, íslandsmeistarar karla
og kvenna, plús Islandsmeistaratitill í
handbolta karla, gerist ekki mikið betra.
Þetta var gott tímabil hjá okkur, íslands-
meistarar með 46 stig af 48 mögulegum
og markatöluna 88-7, nokkuð flott.
Mestu vonbrigði síðasta tímabits:
Að detta úr leik í Evrópukeppninni, ein
mestu vonbrigði á ferlinum.
Ein setning eftir tímabilið: „Ragga,
hvar er nammið?“
Besti stuðningsmaðurinn: Kjartan Orri
Sigurðsson.
Koma titlar í hús næsta sumar: Þeg-
ar Valur mætir til leiks eru alltaf miklar
líkur á titli, þannig já, það koma pottþétt
titlar.
Möguleikar kvennalandsliðsins að
komast í lokakeppni stórmóts: Hafa
aldrei verið betri.
Skemmtilegustu mistök: Þegar Frank-
furt gerði jafntefli við Wezemal.
Fyndnasta atvik: Evrópukeppnin 2005,
þegar við áttuðum okkur á því að við
værum komnar í 8 liða úrslit fyrst allra
fslenskra liða og við byrjuðum að öskra og
syngja í sigurhring „Simply the best með
Tinu Tumer“ í HÁLFLEIK því staðan var
5-0, dómarinn kom og gaf okkur skelfilegt
augnaráð og sagði „this is not fair play“.
Stærsta stundin: Fyrsti A-landsleik-
urinn og fyrsti íslandsmeistaratitill minn
í meistaraflokki 2004 með Val.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna: Katrín Jónsdóttir fyrirliði
og læknir. Ótrúleg manneskja. Mætir á
hverja æfingu beint eftir læknavaktina og
skiptir gjörsamlega um ham enda frek-
ar ólík hlutverk að hlaupa tryllt um í fót-
bolta og að lækna þá veiku.
Besta íslenska knattspyrnukona atlra
tíma: Laufey Ólafs. sem er goðsögn í
bransanum og algjör synd að hún skyldi
hafa hætt.
Besta knattspyrnukona heims: Marta
da Silva, Birgit Prinz og Kelly Smith.
Hvað lýsir þínum húmor best: Kald-
hæðinn, steiktur, djúpur einkahúmor.
Geri oft grfn að sjálfri mér.
Fleygustu orð: „Nei takk, mér langar
ekki í fisk“.
Mottó: Farðu alla leið.
Leyndasti draumur: Evrópumeistatitill
félagsliða, helst með Val.
Við hvaða aðstæður Iíður þér best:
Þegar ég sé 10 númeraðar treyjur fyrir
framan mig.
Skemmtulegustu gallarnir: Ég á það til
að mismæla mig og tala oft vitlaust þann-
ig það kemur bara bull út úr mér.
Fullkomið laugardagskvöld: Það myndi
vera í kósý sumarbústað með fólkinu
sem mér þykir vænst um, góðum mat og
spilum.
Hvaða flík þykir þér vænst um: Gull-
markmannsbúninginn sem ég spilaði í á
móti Frankfurt. Ég fékk hann eftir smá
veðmál við Betu þjálfara.
Besti fótboltamaður sögunnar á
íslandi: Eiður Smári Guðjohnsen.
Fyrirmynd þín í fótbolta: Buffon, Casii-
las, Peter Cech að ógleymdum meistara
Peter Schmeichel.
Draumur um atvinnumennsku í fót-
bolta: Já það væri frábært að þurfa ekki
að gera neitt nema vera í fótbolta allan
daginn.
Besta hijómsveit: The Verve, Keane,
Coldplay.
Uppáhaldsvefsíðan: valurwoman. blogs-
pot.com og fotbolti.net.
Uppáhaidsfélag í enska boltanum:
Manchester United.
Eftir hverju sérðu mest: Að hafa keypt
risastórt sólblóm í einni keppnisferðinni.
Reyndar sé ég örlítið eftir að hafa hætt
alveg að læra á píanó þegar ég var lítil,
ég þótti víst frekar efnileg.
Ef þú yrðir að vera einhver annar: Ég
myndi alveg vilja prófa að vera forseti
Bandaríkjanna.
4 orð um núverandi þjálfara: Lang-
stærsta ástæða velgengni Vals.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Alveg fullt sko. Myndi ráða
fólk í vinnu til að hugsa um grasvellina
24/7, ég myndi alltaf halda geðveikt loka-
ball eftir tímabil, gefa vænan styrk í all-
ar íþróttagreinar, sjá til þess að Valur sé
fremsta liðið á öllum sviðum alls staðar.
Nokkur orð um nýju aðstöðuna á Hlíð-
arenda: íþróttamenn geta varlað hugsað
sér betri aðstöðu, hreint út sagt magnað
mannvirki sem Valsarar geta verið virki-
lega stoltir af.
Valsblaðið 2007
103