Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 14

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 14
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200914 þjóðernisstefnan var sú leið sem Íslendingar völdu inn í nútímann þá muni nútíminn á endanum grafa undan styrkustu stoðum hennar“ (1996, bls. 29). Þá hugmynd og margar fleiri útfærir Guðmundur ítarlega í bók sinni, Íslenska þjóðríkinu, sem kom fyrst út árið 2001. Gunnar Karlsson varð snemma fyrir áhrifum frá Gellner og hann hefur lagt mikið af mörkum til skilgreiningar á þeim hugtökum sem notuð eru. Þar eru greinarbest skrif hans í Skírni 1999 og 2004. Gunnar hefur meðal annars bent á ákveðna þýðingar- örðugleika á milli ensku og íslensku og lagt áherslu á nauðsyn þess að Íslendingar kæmu sér saman um nothæft hugtakakerfi. Þar glímir hann einkum við hugtökin ethnie, nation og þjóð og spyr hver sé munur þeirra í milli. Um það segir Gunnar: Enginn sem þekkir til efar að þjóðir hafi verið til svo lengi sem sögur herma, og þá er átt við stóra hópa fólks sem þekkist ekki allt persónulega en segir skil á sér með sama nafni, hefur oftast sömu goðsögn um uppruna sinn og sameiginlega sögu, skilur sig oftast frá öðrum að menningu, venjulega tungumáli eða trúarbrögðum, tengist oftast ákveðnu landi, hvort sem það býr þar eða ekki, og finnur til samkenndar, þannig að misgerð við einn úr hópnum af hálfu utanhópsmanna veki hefndarhvöt annarra í hópnum. Þetta er það sem við köllum þjóð á íslensku, Volk/folk á þýsku og skandinavísku, a people á ensku. Enski fræðimaðurinn Anthony D. Smith notar um þetta franska orðið ethnie, en skil- greininguna hef ég sótt í bók eftir hann (Gunnar Karlsson, 1999, bls. 143–144). Litlu síðar rekur Gunnar botninn í skilgreiningar sínar með því að segjast nota orðið þjóð um „hið ævagamla fyrirbæri (ethnie)“ en þegar að því komi að þjóðin vilji eiga eigið ríki sé rétt að tala um pólitíska þjóð eða ríkisþjóð (1999, bls. 145). Gunnar greinir með þessu móti á milli tvenns konar skilgreininga. Annars vegar merkir þjóð menn- ingarlegt samfélag sem getur í reynd átt sér sögu svo langt sem séð verður, hins vegar er hið pólitíska samfélag sem krefst sjálfstjórnar og sjálfstæðis. Að minni hyggju hafa hvorir tveggja, módernistar og hefðarsinnar, heilmikið til síns máls. Utan frá að sjá greinir þá ekki verulega á um önnur grundvallaratriði en það hversu gamalt þjóðarhugtakið í nútíma okkar sé og hvert sé samspil þess og þjóðern- ishyggjunnar. Í þeirri deilu er þarflaust að fella dóm hér, viðfangsefnið þarfnast slíks ekki. Umræðan hefur þá og því aðeins verið stuttlega rakin að hún tekur á mörgum þáttum sem áhrif hafa á ímyndarsköpun þjóða sem smærri samfélagseininga. Ímyndarsköpun er mikilvægt og merkilegt fyrirbæri og fáir efast um að íslensk þjóð hafi í bráð og lengd átt sér samnefnara. Hverjir þeir voru fyrr á öldum skal ósagt látið en á síðari tímum hafa menn einkum staðnæmst við landið sjálft, líffræðilega og menningarlega samleitni þjóðarinnar og tungumálið sem hún talar. Á slíkum þátt- um getur pólitísk þjóðernisstefna auðveldlega nærst og dafnað meðan ekkert sérstakt verður til truflunar. Fólk öðlast samvitund þótt það þekkist ekki persónulega vegna þess að það býr við ákveðnar sameiginlegar aðstæður og/eða sameiginlegar sögur og minningar af margvíslegu tagi. Þessa samvitund er hægt að fóstra með markvissum pólitískum hætti til að rökstyðja ákveðinn málstað. Þjóðernisstefna sem siglir undir sameiginlegum táknum leiðir þannig til samvitundar meðal viðkomandi þjóðar og í krafti hennar getur eitt og annað gerst. Þjóðernisstefna er nefnilega máttugt pólitískt landið er eitt – samfélagið er breitt/breytt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.