Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 29

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 29
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 bragi gUðmUndsson 29 baki nytjahugsun bóndans og veiðimannsins, fegurðarskyn náttúruunnandans, ell- egar hugmyndir um sjálfbæra þróun – það að hverri kynslóð beri að skila umhverfi sínu í jafngóðu eða betra ástandi til þeirrar næstu og hún tók við því. Sá nytjaskiln- ingur hefur verið grundvöllur í umhverfisumræðu síðustu áratuga og þar með haft umtalsverð áhrif á viðhorf fólks til þess hvað er fallegt og hvað er síður fallegt.13 sVæðisVitund – dæmi frá skotlandi Þegar hugmyndum um samvitund hefur verið beitt á smærri landfræðilegar einingar en heil þjóðlönd eða ríkisheildir hefur athyglinni oftast verið beint að samvitund til- tekinna þjóðfélagshópa á grundvelli stéttarstöðu, kynferðis, trúarbragða, litarháttar eða annars slíks. Frá þessu eru þó undantekningar og skal stuttlega sagt frá einum hluta svæðisrannsóknar sem gerð var í Paisley, bæjarfélagi skammt vestur af Glasgow í Skotlandi. Sagnfræðingurinn Catriona M. M. Macdonald, dósent við Caledonian University í Glasgow, hefur sérhæft sig í sögu Paisley á seinni hluta 19. aldar og framan af þeirri tuttugustu (Macdonald, 1998, 2000). Hún hefur notað endurminningar rithöfundarins James Lennox Kerr (1899–1963) til þess að lýsa því hvernig aðalgatan í bænum var lengi sem múrveggur milli tveggja heima. Öðrum megin áttu millistéttin og mennta- fólkið heima, hinum megin ófaglærðir og fjölskyldur þeirra. Ef barn eða unglingur úr öðru hverfinu vogaði sér yfir götuna voru móttökurnar óblíðar og háðsglósur sem svívirðingar dundu á viðkomandi lengi á eftir. Miðlína götunnar var nokkurs konar ósýnileg og óyfirstíganleg landamæri í félagslegu og efnahagslegu tilliti og samvitund íbúanna hvorum megin tók mið af þeirri staðreynd. Svæðisbundnar kringumstæður skiptu þar með meira máli en það að íbúar bæjarins voru allir af sama þjóðerni og innan sama ríkis. Macdonald heldur því fram að landfræðingar hafi um skeið gegnt forystuhlutverki við að leita uppi og benda á svæðisbundin einkenni í menningu og stjórnmálum. Hún vitnar einkum til Johns Agnew, prófessors í landafræði við UCLA í Los Angeles, sem telur að áhersla á pólitíska landafræði hafi valdið því að einstök svæði hafi lengi orðið að láta undan. Að hans mati hefur svæðisvitund löngum verið mistúlkuð og afgreidd sem gamaldags hugsun, nokkurs konar leifar liðins tíma (Agnew, 1999). Aðrir höf- undar hafa bent á að þemabundin saga, svo sem stéttasögur, hafi litið framhjá svæð- isbundnum einkennum og sléttað þar með yfir þá fjölbreytni sem ætíð sé að finna. Svarið við þessu, segir Macdonald, er stóraukinn áhugi á hvers kyns svæðissögu nú á dögum sem rekja má aftur til um 1970. Þar með hefur rúmið (svæðið) öðlast ákveðinn sess á móti tímanum, þeim kvarða sem allar sögurannsóknir hljóta ætíð að byggja á. Lennox Kerr yfirgaf Paisley árið 1915 og hann spyr sjálfan sig hver hann hafi verið þá og hvað Paisley hafi verið honum. Síðan dregur hann upp mynd af æskuslóðum sínum, áratugum eftir að hann flutti brott. Fullyrða má að skynjun hans á ritunartím- anum (um 1940) hafi verið umtalsvert önnur en hún var á uppvaxtarárunum. Hann 13 Gott yfirlitsrit um þróun umhverfismála á norðurhluta Bretlands og breytt viðhorf til þeirra er Nat- ure contested eftir Thomas Christopher Smout (2000).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.