Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 39

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 39
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 39 kolbrÚn Þ. pálsdóttir dagVistun skólabarna árin 1971–2008 Í stuttu máli má segja að saga frístundaheimila í Reykjavík einkennist af flakki á milli ólíkra sviða innan stjórnkerfis borgarinnar. Skipta má sögulegri þróun reykvískra frí- stundaheimila í þrjú tímabil eftir því hver sá um rekstur þjónustunnar. Á fyrsta tíma- bilinu, 1971–1992, voru rekin skóladagheimili sem voru sjálfstæðar stofnanir utan við skólakerfið og féllu undir dagvistarstofnanir á vegum Sumargjafar, síðar Dagvistar barna. Á næsta tímabili, árin 1993–2003, ráku grunnskólarnir sjálfir lengda viðveru eða skóladagvist og féll þá reksturinn undir Fræðslumiðstöð (áður Skólamálaráð, nú Menntasvið). Hugmyndin var sú að grunnskólinn væri heilsdagsskóli og skóladag- heimilin voru smám saman lögð niður. Þriðja tímabilið hófst árið 2004 þegar Íþrótta- og tómstundasvið tók við rekstri allra skóladagvista í Reykjavík undir heitinu frí- stundaheimili. Skóladagheimilin 1971–1992 Þörf á dagvist fyrir yngstu nemendur grunnskólanna á rætur að rekja til breyttra sam- félagshátta og aukinnar atvinnuþátttöku reykvískra mæðra á seinni hluta 20. aldar. Dagvistarkönnun sem var gerð á vegum félagsmálaráðs árið 1970 leiddi í ljós að þörf væri á vistunarúrræðum fyrir um 17% reykvískra barna á aldrinum 6–9 ára eða fyrir um 1.080 börn (Þorbjörn Broddason, 1971). Frumkvöðlastarf Sumargjafar, sem stóð fyrir stofnun og rekstri dagheimila og gæsluvalla, náði einnig til yngstu barna grunn- skólans. Gæsluúrræði fyrir börn á skólaaldri voru einmitt nefnd skóladagheimili og vísar nafngiftin bæði til skólaaldurs barnanna og dagheimilanna, forvera leikskól- anna. Vísir að skóladagheimili var rekinn í þrjá mánuði í húsnæði á Lindargötu árið 1960 (Bergur Felixson, 2007). Fyrsta skóladagheimilið var opnað í Skipasundi árið 1971 fyrir tilstuðlan Sumargjafar og var það heimili, ásamt þremur öðrum sem opnuð voru skömmu seinna, rekið í samstarfi við borgarstjórn Reykjavíkur. Árið 1978 var rekstur skóladagheimila allur kominn í hendur Dagvistar barna og á forræði borg- arstjórnar Reykjavíkur. Á árunum 1971–1986 voru opnuð 14 skóladagheimili, þar af störfuðu þrjú innan veggja skólanna og var rekstur þeirra á ábyrgð skólastjórnenda en í samstarfi við Dagvist Barna (Bergur Felixson, 2007). Veturinn 1989–1990 var boðið upp á framhaldsnám í Fósturskóla Íslands með sérstaka áherslu á skóladagheimili og var m.a. fjallað um starfshætti, skapandi starf, áætlanir, endurmat og þróunar- og nýbreytnistarf (Dagvist barna, e.d.-a). Má draga þá ályktun að fagþróun hafi verið ör og fóstrur hafi lagt sitt af mörkum til að svo mætti verða. Sá böggull fylgdi skammrifi að skóladagheimilin voru eingöngu í boði fyrir börn einstæðra foreldra eða foreldra sem áttu við félagslega erfiðleika að etja. Árin 1980– 1990 voru að jafnaði einungis um 5% 6–9 ára barna með pláss á skóladagheimili og því æði mörg skólabörn sem komu heim að tómu húsi eftir skóla. Hugtakið lyklabarn varð til á áttunda áratugnum. Hins vegar gátu foreldrar skólabarna nýtt sér daggæslu á einkaheimilum, til að mynda voru um 16% barna hjá dagmæðrum árið 1990 á aldr- inum 6–10 ára (Dagvist barna, e.d.-a). Árið 1994 var ákveðið að stöðva niðurgreiðslur vegna daggæslu skólabarna í Reykjavík. Jafnframt voru á þessum tíma rekin athvörf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.