Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 39
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 39
kolbrÚn Þ. pálsdóttir
dagVistun skólabarna árin 1971–2008
Í stuttu máli má segja að saga frístundaheimila í Reykjavík einkennist af flakki á milli
ólíkra sviða innan stjórnkerfis borgarinnar. Skipta má sögulegri þróun reykvískra frí-
stundaheimila í þrjú tímabil eftir því hver sá um rekstur þjónustunnar. Á fyrsta tíma-
bilinu, 1971–1992, voru rekin skóladagheimili sem voru sjálfstæðar stofnanir utan við
skólakerfið og féllu undir dagvistarstofnanir á vegum Sumargjafar, síðar Dagvistar
barna. Á næsta tímabili, árin 1993–2003, ráku grunnskólarnir sjálfir lengda viðveru
eða skóladagvist og féll þá reksturinn undir Fræðslumiðstöð (áður Skólamálaráð, nú
Menntasvið). Hugmyndin var sú að grunnskólinn væri heilsdagsskóli og skóladag-
heimilin voru smám saman lögð niður. Þriðja tímabilið hófst árið 2004 þegar Íþrótta-
og tómstundasvið tók við rekstri allra skóladagvista í Reykjavík undir heitinu frí-
stundaheimili.
Skóladagheimilin 1971–1992
Þörf á dagvist fyrir yngstu nemendur grunnskólanna á rætur að rekja til breyttra sam-
félagshátta og aukinnar atvinnuþátttöku reykvískra mæðra á seinni hluta 20. aldar.
Dagvistarkönnun sem var gerð á vegum félagsmálaráðs árið 1970 leiddi í ljós að þörf
væri á vistunarúrræðum fyrir um 17% reykvískra barna á aldrinum 6–9 ára eða fyrir
um 1.080 börn (Þorbjörn Broddason, 1971). Frumkvöðlastarf Sumargjafar, sem stóð
fyrir stofnun og rekstri dagheimila og gæsluvalla, náði einnig til yngstu barna grunn-
skólans. Gæsluúrræði fyrir börn á skólaaldri voru einmitt nefnd skóladagheimili og
vísar nafngiftin bæði til skólaaldurs barnanna og dagheimilanna, forvera leikskól-
anna. Vísir að skóladagheimili var rekinn í þrjá mánuði í húsnæði á Lindargötu árið
1960 (Bergur Felixson, 2007). Fyrsta skóladagheimilið var opnað í Skipasundi árið
1971 fyrir tilstuðlan Sumargjafar og var það heimili, ásamt þremur öðrum sem opnuð
voru skömmu seinna, rekið í samstarfi við borgarstjórn Reykjavíkur. Árið 1978 var
rekstur skóladagheimila allur kominn í hendur Dagvistar barna og á forræði borg-
arstjórnar Reykjavíkur. Á árunum 1971–1986 voru opnuð 14 skóladagheimili, þar af
störfuðu þrjú innan veggja skólanna og var rekstur þeirra á ábyrgð skólastjórnenda
en í samstarfi við Dagvist Barna (Bergur Felixson, 2007). Veturinn 1989–1990 var boðið
upp á framhaldsnám í Fósturskóla Íslands með sérstaka áherslu á skóladagheimili
og var m.a. fjallað um starfshætti, skapandi starf, áætlanir, endurmat og þróunar- og
nýbreytnistarf (Dagvist barna, e.d.-a). Má draga þá ályktun að fagþróun hafi verið ör
og fóstrur hafi lagt sitt af mörkum til að svo mætti verða.
Sá böggull fylgdi skammrifi að skóladagheimilin voru eingöngu í boði fyrir börn
einstæðra foreldra eða foreldra sem áttu við félagslega erfiðleika að etja. Árin 1980–
1990 voru að jafnaði einungis um 5% 6–9 ára barna með pláss á skóladagheimili og
því æði mörg skólabörn sem komu heim að tómu húsi eftir skóla. Hugtakið lyklabarn
varð til á áttunda áratugnum. Hins vegar gátu foreldrar skólabarna nýtt sér daggæslu
á einkaheimilum, til að mynda voru um 16% barna hjá dagmæðrum árið 1990 á aldr-
inum 6–10 ára (Dagvist barna, e.d.-a). Árið 1994 var ákveðið að stöðva niðurgreiðslur
vegna daggæslu skólabarna í Reykjavík. Jafnframt voru á þessum tíma rekin athvörf