Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 50

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 50
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200950 frístUndaheimil i fyrir 6–9 ára börn í reykvískU skólastarfi á Norðurlöndum hafa flestar þær þjóðir sett slíka löggjöf eða fjallað sérstaklega um starfsemina í lögum um grunnskóla, enn fremur má finna þar öfluga stétt fagfólks sem sinnir slíku starfi. litið til annarra norðurlanda Á Norðurlöndum má finna breytileg rekstrarform á dagvistun skólabarna, bæði innan og utan skóla. Algengast er að frístundaheimilin séu rekin í formi skóladagvista og starfsemin fari fram annaðhvort í skólahúsnæðinu eða í húsnæði í nágrenni skólans. Einnig má finna frístundaheimili sem eru rekin sjálfstætt, falla ekki undir skólann og eru þá ávallt rekin í sérstöku húsnæði. Finnar hafa einkum þróað dagvistunarúrræði fyrir skólabörn í samstarfi við ýmsar stofnanir, svo sem skátafélög, íþróttafélög, kirkjur eða aðrar stofnanir og félagasamtök, en menntamálaráðuneyti og sveitarfélög hafa eft- irlitsskyldu með starfseminni (Johansson og Thorstenson-Ed, 2001). Hér verður nánar fjallað um fyrirkomulag dagvistunar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og einnig greint frá norrænum rannsóknum á starfsemi slíkra stofnana. Fyrirkomulag dagvistunar á öðrum Norðurlöndum Dagvistun skólabarna á Norðurlöndum á sér mislanga sögu en er yfirleitt þjónusta á vegum sveitarfélaga, sem fellur undir menntamálaráðuneyti landanna. Danmörk er „vagga“ frístundaheimila en frístundaheimili og klúbbar þar í landi eiga sér lengsta sögu á Norðurlöndum, eða allt aftur til upphafs 20. aldar (Allerup, Kaspersen, Langa- ger og Robenhagen, 2003). Í Kaupmannahöfn var upphaflega rótgróin hefð fyrir frí- stundaheimilum (d. fritidshjem) sem sjálfstæðum uppeldisstofnunum sem voru rekn- ar í nágrenni við skólana og féllu undir lög um dagvistarstofnanir (d. serviceloven). Fyrir örfáum árum (um svipað leyti og borgarráð Reykjavíkur færði rekstur skóla- dagvista til ÍTR) ákváðu borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn að færa reksturinn undir skólana og því eru skóladagvistir (d. skolefritidsordning) almennt reknar inni í skól- unum. Þó var ekki öllum fyrri frístundaheimilum lokað, en árið 2003 voru um 24% allra frístundaheimila í Danmörku rekin samkvæmt lögum um dagvistarstofnanir sem falla undir félagsmálaráðuneyti (Allerup o.fl., 2003). Tafla 1 gefur yfirlit yfir fyrirkomulag á dagvistun skólabarna á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, með tilliti til rekstrarforms, laga, hvort markmið séu skilgreind í lögum eða námsskrám og hvaða menntunarkröfur eru gerðar til starfsmanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.