Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 50
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200950
frístUndaheimil i fyrir 6–9 ára börn í reykvískU skólastarfi
á Norðurlöndum hafa flestar þær þjóðir sett slíka löggjöf eða fjallað sérstaklega um
starfsemina í lögum um grunnskóla, enn fremur má finna þar öfluga stétt fagfólks sem
sinnir slíku starfi.
litið til annarra norðurlanda
Á Norðurlöndum má finna breytileg rekstrarform á dagvistun skólabarna, bæði innan
og utan skóla. Algengast er að frístundaheimilin séu rekin í formi skóladagvista og
starfsemin fari fram annaðhvort í skólahúsnæðinu eða í húsnæði í nágrenni skólans.
Einnig má finna frístundaheimili sem eru rekin sjálfstætt, falla ekki undir skólann og
eru þá ávallt rekin í sérstöku húsnæði. Finnar hafa einkum þróað dagvistunarúrræði
fyrir skólabörn í samstarfi við ýmsar stofnanir, svo sem skátafélög, íþróttafélög, kirkjur
eða aðrar stofnanir og félagasamtök, en menntamálaráðuneyti og sveitarfélög hafa eft-
irlitsskyldu með starfseminni (Johansson og Thorstenson-Ed, 2001). Hér verður nánar
fjallað um fyrirkomulag dagvistunar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og einnig greint
frá norrænum rannsóknum á starfsemi slíkra stofnana.
Fyrirkomulag dagvistunar á öðrum Norðurlöndum
Dagvistun skólabarna á Norðurlöndum á sér mislanga sögu en er yfirleitt þjónusta
á vegum sveitarfélaga, sem fellur undir menntamálaráðuneyti landanna. Danmörk er
„vagga“ frístundaheimila en frístundaheimili og klúbbar þar í landi eiga sér lengsta
sögu á Norðurlöndum, eða allt aftur til upphafs 20. aldar (Allerup, Kaspersen, Langa-
ger og Robenhagen, 2003). Í Kaupmannahöfn var upphaflega rótgróin hefð fyrir frí-
stundaheimilum (d. fritidshjem) sem sjálfstæðum uppeldisstofnunum sem voru rekn-
ar í nágrenni við skólana og féllu undir lög um dagvistarstofnanir (d. serviceloven).
Fyrir örfáum árum (um svipað leyti og borgarráð Reykjavíkur færði rekstur skóla-
dagvista til ÍTR) ákváðu borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn að færa reksturinn undir
skólana og því eru skóladagvistir (d. skolefritidsordning) almennt reknar inni í skól-
unum. Þó var ekki öllum fyrri frístundaheimilum lokað, en árið 2003 voru um 24%
allra frístundaheimila í Danmörku rekin samkvæmt lögum um dagvistarstofnanir
sem falla undir félagsmálaráðuneyti (Allerup o.fl., 2003).
Tafla 1 gefur yfirlit yfir fyrirkomulag á dagvistun skólabarna á Íslandi, í Danmörku,
Svíþjóð og Noregi, með tilliti til rekstrarforms, laga, hvort markmið séu skilgreind í
lögum eða námsskrám og hvaða menntunarkröfur eru gerðar til starfsmanna.