Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 79
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 79
Uppeldi og menntun
18. árgangur 1. hefti, 2009
aðalBjörg maría ólafsdóttir
„Þetta er spennandi... og gefur
mikla möguleika“
Notkun tölvu- og upplýsingatækni í kennslu
sex myndlistarkennara í grunnskólum
Í aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 er kveðið á um aukna notkun tölvu- og upp lýsinga tækni í
grunnskólum, ekki aðeins í tiltekinni námsgrein, heldur á öllum sviðum skólastarfsins. Í þessari
rannsókn er leitast við að kanna hvernig notkun tækninnar er háttað í myndlistarkennslu sex
kennara í grunnskólum, með hliðsjón af áherslum og markmiðum í aðalnámskrá grunnskóla.
Rannsóknin byggist á viðtölum við myndlistar kennara sem nota tæknina á einhvern hátt í
starfi með nemendum. Viðtölin voru tekin á tímabilinu mars til desember 2005. Auk þess að
taka viðtölin voru markmið aðalnámskrár skoðuð með tilliti til tölvu- og upplýsingatækni í
kennslu. Einnig voru skóla námskrár skólanna sex skoðaðar til að kanna hugsanleg áhrif aðal-
námskrár á áherslur skólanna, og þar með starf kennaranna. Í niðurstöðum kom mjög greini-
lega fram að kennararnir nota tæknina aðallega til undirbúnings kennslu og við innlagnir í
upphafi kennslustunda. Nemendur nota tæknina hins vegar mjög takmarkað í námi sínu í
kennslu stofu nni þó að kennarar telji að nem endur noti tölvur talsvert eftir að skóla lýkur á
daginn, bæði til afþreyingar og samskipta.
inn gang ur
Á undanförnum árum hefur orðið mikil tæknibylting í upplýsingamálum í þjóðfélag-
inu. Upplýsinga- og samskiptatækni með aukinni tölvunotkun hefur rutt sér til rúms
með Neti, gagnabönkum, leitarvefjum og margmiðlunarefni og aðgangur fólks að
upplýsingum er orðinn auðveldari en áður. Þessara áhrifa gætir alls staðar í þjóðfélag-
inu. Það þarf því að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í þessum síbreytilega heimi
tækni, upplýsinga og samskipta.
Þessi grein er unnin upp úr meistaraprófsritgerð sem gerð var undir leiðsögn pró-
fessors Allyson Macdonald, þar sem aflað var upplýsinga um notkun upplýsinga-
tækni í myndlistar kennslu sex myndlistarkennara í grunnskólum. Tilgangur
rannsóknar innar var að kanna hvernig notkun upplýs inga- og samskiptatækni væri