Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 80

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 80
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200980 „Þetta er spennandi... og gefUr mikla mögUleika“ háttað í myndlistar kennslu, með tilliti til stefnu mörkunar stjórn valda sem fram kem- ur í áherslum og markmiðum aðalnámskrár grunnskóla frá 1999. Í þessari grein verður sagt frá stefnumörkun stjórnvalda um notkun tölvu- og upplýsinga tækni í skólastarfi grunnskóla og fjallað er um áherslubreytingar í aðal- námskrá í kjölfar þeirrar stefnumörkunar. Gerð verður nokkur grein fyrir áherslum á tölvunotkun í aðalnámskrá um myndlistar kennslu og sameiginlegum markmiðum myndlistarkennslu, tölvunotkunar í grunnskóla, upplýsinga menntar og nýsköpunar og hagnýtingar þekkingar. Einnig verður sagt frá aðferðum við gagnaöflun og fram- kvæmd rannsóknarinnar. Niðurstöður verða kynntar og ræddar með það í huga að svara spurningum rannsóknarinnar um aðstöðu til að nota tæknina í myndlistar- kennslu, mat kennara á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla, markmið í skóla- námskrám og notkun tækninnar í kennslustofunni. staða þEkkingar og stEfnumörkun stjórnValda Um það bil áratugur er liðinn frá því að stjórnvöld settu á fót nefnd til að marka stefnu um notkun tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfi grunnskóla. Sú stefna kom fyrst fram í ritinu Í krafti upplýsinga (Menntamálaráðuneytið, 1996). Þar segir að mikil- vægt sé að námsgreinar þróist í takt við þær breytingar sem verða í samfélaginu og að skólinn beiti vinnubrögðum eins og þau gerast best á hverjum tíma, endurskoði viðfangsefni sín og samspil námsgreina, að námsgögn muni breytast og aðgangur að ýmiss konar sérhæfðum forritum, kennsluforritum, margmiðlunarefni og Neti muni að nokkru leyti taka við af prentuðum upplýsingum (Menntamálaráðuneytið, 1996). Árið 2001 kom út verkefnaáætlun menntamálaráðuneytisins í rafrænni menntun, Forskot til framtíðar 2001–2003, sem fjallaði m.a. um nýjar leiðir til náms og kennslu. Þar segir m.a. að upplýsingatæknin bjóði upp á fjölbreytt tækifæri í skólastarfi, opni áður óþekktar leiðir til náms og muni smám saman verða hluti af öllu námi (Mennta- málaráðuneytið, 2001). Í endurskoðaðri stefnu ríkisstjórnar innar um upplýsingasam- félagið 2004–2007, Auðlindir í allra þágu, segir m.a. að náðst hafi verulegur árangur sem fylgja þurfi eftir, þó að á nokkrum sviðum hafi þróunin ekki orðið eins hröð og vænt- ingar stóðu til. Leiðar ljós stefnumörkunarinnar sé einstak lingur inn, tækifæri hans og velferð í samfélaginu. Kennurum verði tryggð ráðgjöf, stuðningur og þjálfun við nýt- ingu stafræns námsefnis og enn fremur gert átak í gerð námsefnis sem taka skuli mið af nýjum hugmyndum um notkun upplýsinga tækni á sviði menntunar (Forsætisráðu- neytið, 2004). Árið 2005 lagði menntamála ráðuneytið enn fram áherslur um nýtingu upplýsinga- tækni í menntun, Áræði með ábyrgð (Menntamálaráðuneytið, 2005), og mótaði stefnu til 2008. Þar er lögð áhersla á aðgang að upplýsinga samfélaginu, tækni og fjarskipti, stafrænt efni, breytta starfshætti og siðferði á Netinu. Þar segir m.a. að í þjóðfélaginu sé þekking sú auðlind sem mestu varði og upplýsingatækni sé snar þáttur í þekking- aröflun þeirrar kynslóðar sem er að vaxa úr grasi og hefur alist upp við tölvur, kynslóð sem líti á það sem sjálfsagðan hlut að fá að nota Netið og samskiptatækni í menntun. Mikilvægt sé að skólar nýti tölvur- og upplýsinga tækni á virkan hátt í starfsgrein- unum mynd- og tónmennt (Mennta mála ráðuneytið, 2005).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.