Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 88

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 88
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200988 „Þetta er spennandi... og gefUr mikla mögUleika“ Mat kennara á markmiðum í aðalnámskrá grunnskóla Flestir kennaranna telja að þeim beri ekki að kenna notkun tækninnar í myndlistar- kennslu því að það standi mjög lítið um notkun tölvu- og upplýsingatækni í aðalnám- skrá grunnskóla. Þeir virðast ekki allir hafa áttað sig alveg á þeirri tengingu sem er á milli myndlistarhluta og upplýsingatæknihluta í aðalnámskrá. Flestir þeirra telja að lítið sé fjallað um notkun tækninnar í myndlistarkennslu og tveir þeirra fullyrða að ekki séu gerðar kröfur um það í námskránni að þeir kenni nemendum að vinna með tölvur og upplýsingatækni í myndlistarkennslu. Meirihluti kennaranna hefur jafnvel ekki lesið eða kynnt sér námskrá upplýsinga- og tæknimenntar og taka af þeirri ástæðu ekki tillit til skráðra markmiða í þeim hluta námskrárinnar við undirbúning kennslu. Þeir líta þá einungis til myndlistarhluta námskrárinnar, huga ekki að Tölvunotkun í grunn skóla, Upplýsingamennt eða Nýsköpun og hagnýtingu þekkingar. Aðalnámskrá gerir ráð fyrir samþættingu námsgreina. Sú kennsla á tölvur sem skipulögð er í öllum skólunum fer fram undir leiðsögn tölvukennara sem á, sam- kvæmt markmiðum aðalnámskrár, að hafa samvinnu við myndlistarkennara um verkefna vinnuna. Þar er gert ráð fyrir að myndlistarkennarinn undirbúi og sjái um innihald kennslunnar en tölvukennarinn það sem snýr að tæknilegri framkvæmd vinnunnar (Aðalnámskrá grunnskóla. Upplýsinga- og tæknimennt, 1999). Slíkt sam- starf er ekki fyrir hendi hjá neinum af þeim kennurum sem heimsóttir voru. Það er því ekki um það að ræða að nemendur fari í tölvuverið til að vinna að myndlistar verkefni sem upplýsingatæknikennarinn leiðbeinir þeim við. Myndlistarkennararnir vita vel að upplýsingamennt er kennd í skólanum en vita ekki hvort kennslan er þannig byggð upp að hægt sé að nýta sér þá þekkingu í öðrum námsgreinum, eða hvort nemendur vinna í myndvinnslu forritum og nota kennslufor- rit sem tengjast myndlistarkennslunni. Svipaðar niður stöður hafa komið fram í fleiri rannsóknum á notkun tækninnar í mynd listar kennslu og samþætt ingu námsgreina (Wood, 2004). Hugmyndafræði aðalnámskrárinnar um notkun tölvu- og upplýsinga tækni í kennslu virðist ekki hafa náð inn í myndlistar kennsluna. Þannig er þetta, þrátt fyrir þá yfirlýstu stefnu stjórnvalda að brýnt sé að náms greinar þróist í takt við breytingar í samfélaginu svo að vinnubrögð nemenda séu eins og þau gerast best á hverjum tíma í þjóðfélaginu (Menntamálaráðuneytið, 1996). Kennararnir segjast átta sig vel á ástæðum þeirrar stefnumörkunar stjórn valda, að leggja mikla áherslu á notkun tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfi, en telja þó sumir að ekki hafi verið hugað nægilega vel að framkvæmdahlið kennslunnar þegar markmið um notkun tölvu- og upplýsingatækni voru sett inn í aðalnámskrá grunn- skóla. Það sé ekki alltaf gott að fá fyrirmæli að ofan, auk þess sem þróun taki tíma. Kennararnir segjast ekki vita um marga kennara sem noti tölvur og upplýsingatækni í myndlistarkennslu. Óljóst er hvort það er vegna þess hve þeir eru fáir eða að það fari hljótt. Það vekur þó athygli að í skólunum skuli ekki hafa verið fylgt betur eftir mark- miðum og áherslum aðal námskrár varðandi notkun tækninnar í myndlistarkennslu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.