Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 100

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 100
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009100 helstU nýmæli í lögUm Um leikskóla og áhrif Þeirra á leikskólastarfið mikill, breiðum göngum og sameiginlegri fataaðstöðu fyrir fleiri en tvær deildir, tak- markaðri sérkennsluaðstöðu, takmarkaðri hvíldaraðstöðu fyrir börn og starfsfólk sem og takmarkaðri vinnuaðstöðu barna og starfsfólks (Félag leikskólakennara, 2007). Er hér verulega komið til móts við þessa gagnrýni og verður athyglivert að fylgjast með hönnun nýrra leikskóla út frá hinum nýju lögum, þ.e. hvaða breytingar verða í hönn- un og frágangi húsnæðis. Varðandi fjölda barna er hér stigið stórt skref með því að leggja það í hendur rekstr- araðila, í samráði við stjórnendur leikskóla, að ákveða barnafjölda á hvern starfsmann. Samkvæmt nýju lögunum á að ganga út frá aðbúnaði í hverjum leikskóla fyrir sig og samsetningu barnahópsins, en ekki að reikna barnafjölda út frá ákveðnum fermetra- fjölda í reglugerð. Leikskólakennurum hefur oft og tíðum þótt skorta á að tillit sé tekið til mismunar á húsnæði milli leikskóla og barnahópar séu oft hafðir það stórir að vandi hafi verið að sinna þeim með velferð og hag barnanna að leiðarljósi. Þar sem fermetrar hafa nær eingöngu ráðið barnafjölda í leikskóla s.l. 18 ár er hér brotið blað í þeirri sögu og þarna gefst tækifæri til að bæta leikskólastarfið til muna. Foreldraráð Fjallað er sérstaklega um foreldra, réttindi þeirra og skyldur, og um mikilvægi þess að aðkoma foreldra að leikskólastarfi verði aukin. Stofnun foreldraráða við leikskóla er ein leið til að styrkja aðkomu foreldra að málefnum leikskóla þar sem þeim gefst þá kostur á að hafa meiri áhrif á faglegt starf leikskóla og því var í lögunum gert ráð fyrir að slíkum vettvangi yrði komið á í leikskólum. Hlutverk foreldraráðs er að fjalla um skólanámskrá og aðrar þær áætlanir sem varða starfsemi leikskóla og gefa leikskól- anum og sérstakri nefnd, sbr. 2. mgr. 4. gr., umsögn um þær, fylgjast með að áætlanir séu kynntar foreldrum og hvernig þær eru framkvæmdar. Þá er einnig gert ráð fyrir að við ákvarðanir um allar meiri háttar breytingar á skólastarfi sé haft samráð við for- eldraráð. Með því að lögfesta stofnun foreldraráða er ekki verið að koma í veg fyrir að foreldrafélög starfi áfram við leikskóla. Lögin gera ráð fyrir því að það sé í höndum foreldra að taka ákvörðun um hvort starfandi sé foreldrafélag samhliða foreldraráði eða ekki. Foreldrasamstarf í leikskólum er einn mikilvægasti þátturinn í leikskólastarfinu og dagleg samskipti skipa þar háan sess. Lagt var til fyrir nokkrum árum að í öllum leik- skólum í Reykjavík skyldi vera starfandi samráð leikskólakennara og foreldra sem starfaði fyrir utan stjórn foreldrafélagsins. Ekki gekk þetta eftir alls staðar, en gafst vel þar sem það var sett á laggirnar. Ber að fagna þessari skipan foreldraráða við leik- skóla því að foreldrar virðast hafa fullan hug á að hafa meiri áhrif á uppeldis- og menntastarfið en nú er, samkvæmt viðhorfakönnun meðal foreldra leikskólabarna (Leikskólasvið Reykjavíkurborgar, 2007). Búið er að stofna foreldraráð við flesta leik- skóla og verður fróðlegt að fylgjast með hvaða áhrif þau hafa á leikskólastarfið í fram- tíðinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.