Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 102
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009102
er á um þetta samstarf í lögum beggja skólastiganna. Í gegnum tíðina hefur verið talað
um skil milli leikskóla og grunnskóla, en hugtakið tengsl er að ryðja sér til rúms í stað-
inn og tel ég það réttnefni miðað við þróunina s.l. 20 ár.
Áhrif laganna í átt að samþættingu skólastiganna
Margt miðar að því að tengja skólastigin saman, allt frá leikskóla til háskóla, eins og
það að menntamálaráðherra á að gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólastarfs leik-,
grunn-, framhalds- og háskóla á þriggja ára fresti. Áður var ekki gert ráð fyrir leikskól-
anum í viðkomandi greinargerð til Alþingis.
Sprotasjóður er einn sjóður fyrir öll þrjú skólastigin, þ.e. fyrir leik-, grunn- og fram-
haldsskóla, og er hann í umsjón menntamálaráðuneytis. Hann styður við þróun og
nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá og stuðlar að
markvissum tengslum leik,- grunn- og framhaldsskóla.
Nýtt ákvæði um þróunarskóla veitir heimildir til að taka upp nýbreytni í leikskóla-
starfi með því að víkja frá einstökum ákvæðum laganna og aðalnámskrá. Er hér byggt
á sambærilegri heimild um tilraunaskóla og hefur verið í lögum um grunnskóla.
Heimildarákvæði er fyrir samrekstri leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla undir
stjórn eins skólastjóra sem annaðhvort skal hafa leyfisbréf sem leikskólakennari eða
grunnskólakennari. Markmiðið með heimildarákvæðinu er að auðvelda fámennum
sveitarfélögum að reka þessi skólastig saman, en lögin koma ekki í veg fyrir að þetta
sé gert í stærri sveitarfélögum.
Ákveðið var eftir innleiðingu nýrra laga um leikskóla, grunnskóla og framhalds-
skóla að endurskoða aðalnámskrár viðkomandi skólastiga og byggja á sameiginlegri
sýn. Vinnan er hafin og í námskránum á að birtast sú nýja menntastefna sem löggjöfin
markar. Hægt er að fylgjast með framvindu endurskoðunarinnar á www.nymennta-
stefna.is, en stefnt er að útgáfu nýrra almennra hluta aðalnámskráa grunnskóla, fram-
haldsskóla og aðalnámskrár leikskóla árið 2010.
lokaorð
Hér hefur verið stiklað á stóru enda af nógu að taka, en þó má segja að lögin frá
1991 (Lög um leikskóla, 1991) og 1994 (Lög um leikskóla, 1994) hafi markað ákveðin
tímamót varðandi leikskólamálaflokkinn. Þá voru m.a. lögfest heitin leikskóli og leik-
skólakennari og kveðið á um að allir sem starfi við uppeldi og menntun í leikskóla
skuli hafa leikskólakennaramenntun, en heimild gefin til að ráða aðra ef ekki fengjust
leikskólakennarar til starfa.
Í þessu samhengi vil ég í lokin geta nýmælis sem ég tel að eigi eftir að hafa gífurleg
áhrif í þá átt að efla og styrkja faglegt starf leikskólanna um alla framtíð. Það er ákvæði
nýrra menntunarlaga þess efnis að minnst tveir þriðju hlutar stöðugilda við kennslu,
umönnun og uppeldi barna skuli teljast til stöðugilda leikskólakennara. Gert er ráð
fyrir því að sveitarfélög geti fastráðið í 1/3 hluta stöðugilda við kennslu, umönnun
og uppeldi barna í hverjum leikskóla starfslið með aðra menntun en leikskólakenn-
aramenntun.
helstU nýmæli í lögUm Um leikskóla og áhrif Þeirra á leikskólastarfið