Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 105

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 105
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 105 gunnar E. finnBogason Nútímaskóli – ný grunnskólalög Í maí 2008 var samþykkt hér á landi ný löggjöf um skólastigin þrjú, leik- grunn- og framhaldsskóla. Þetta er í fyrsta skipti sem heildstæð löggjöf um skólakerfið er sam- þykkt samtímis. Þarna verða viss tímamót í menntasögu landsins. Þegar ný menntastefna er samþykkt er mikilvægt að greina og túlka þann lagatexta sem menntakerfið á að grundvallast á. Bak við lagatextann eru hugmyndir og áherslur sem þarf að draga fram og ræða faglega. Guðni Olgeirsson (2008, bls. 20) telur að með nýjum grunnskólalögum séu undirstöður grunnskólans treystar með námsárangur, velferð og þarfir nemenda að leiðarljósi. Þetta eru orð að sönnu og undirstrika mikil- vægi þess að skoða og meta þær hugmyndir sem liggja til grundvallar helstu breyt- ingum á grunnskólalögunum. Í þessari grein verður fjallað um tiltekna þætti til að varpa ljósi á það sem liggur að baki nýsamþykktum grunnskólalögum (Lög um grunnskóla, 2008). Hér verður reynt að skoða tvennt sem ný grunnskólalög leggja sérstaklega áherslu á. Fyrst er að nefna aukin áhrif foreldra og aðkomu þeirra að skólastarfinu. Hins vegar eru það ný ákvæði um réttindi nemenda í grunnskólanum. Áhrif og ábyrgð foreldra Með nýju lögunum um grunnskóla eru skapaðar forsendur og vettvangur fyrir for- eldra til að hafa meiri áhrif á skólastarfið en áður. Fram kom í máli menntamálaráð- herra að í nýrri menntastefnu væri ætlunin að gera áhrif og ábyrgð þeirra sem næst eru vettvangi meiri en áður (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 2008). Bæði mennta- pólitísk og uppeldisfræðileg rök styðja þessar auknu áherslur á áhrif foreldra. Hér verða dregin saman helstu rök sem styðja þessar nýju áherslur í nýrri menntastefnu. Foreldrar vilja barninu sínu allt hið besta og þeir þekkja einnig barnið sitt best. • Þetta ætti skólinn að nýta sér betur til að styrkja skólastarfið. Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og menntun barns síns. Í 19. gr. grunnskólalaganna er þetta orðað svo: „Foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna og ber að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra.“ Vegna þessa er mikilvægt að samstarf heimilis og skóla sé gott alla skólagöngu barnsins. Foreldrar eru mikilvægustu persónur í lífi barnsins. Skólinn ætti að líta á foreldr-• ana meira sem samstarfsaðila en gert hefur verið og báðir aðilar hafi hag af því Uppeldi og menntun 18. árgangur 1. hefti, 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.