Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 106

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 106
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009106 nÚt ímaskól i – ný grUnnskólalög að dýpka og þróa samstarfið. Gott samstarf skapar grundvöll og forsendur fyrir samræðum um hlutverk og stefnu skólans. Í nýrri grunnskólalöggjöf er gengið út frá því að foreldrar taki virkan þátt í form-• legu starfi skólans. Gert er ráð fyrir að foreldrar sitji í skólaráðum (6. gr.) og for- eldrafélögum (9. gr.). Það eru þó ekki síður hin daglegu og óformlegu samskipti sem eru mikilvæg. Hér er mikilvægt að foreldrar finni sig velkomna í skólann og að gagnkvæm virðing og traust skapist milli foreldra og starfsmanna skólans. Það ætti að styrkja starf skólans ef foreldrar taka virkan þátt í stefnumörkun hans • eins og grunnskólalögin gera ráð fyrir. Hér mætti nefna umfjöllun um skólanám- skrá og aðrar áætlanir um skólastarfið. Í þessu sambandi má ekki gleyma að í foreldrahópnum eru oft sérfræðingar á ólíkum sviðum sem gætu nýst vel við slíka vinnu. Með aukinni þátttöku foreldra í mótun skólastarfs er ekki verið að kasta rýrð á sérfræði kennarans. Til að þróa og styrkja foreldrasamstarfið og koma til móts við ákvæði í 19. gr. • grunnskólalaga er mikilvægt að finna farveg fyrir samstarf um námsframvindu nemenda. Ein leið er að kennarar, foreldrar og nemendur setji markmið fyrir komandi námsár sem allir eru sáttir við og eru raunhæf. Að lágmarki tvisvar á ári hittist síðan þessir aðilar og ræði hvernig náminu vindur fram. Þetta þróun- arsamtal er hugsað sem vettvangur fyrir umræður um hvernig til hafi tekist. Á þennan hátt fá foreldrar beinan aðgang að upplýsingum og verða virkari þátt- takendur í námi barnsins sem þau bera ábyrgð á. Með þessu vinnulagi eru nem- endur einnig gerðir ábyrgari fyrir sínu eigin námi eins og gert er ráð fyrir í 14. gr. grunnskólalaganna. Réttur nemenda Í 13. gr. grunnskólalaganna er fjallað um réttindi nemenda. Þar er kveðið á um rétt þeirra á kennslu við hæfi og rétt til að njóta bernsku sinnar og tjáningarfrelsis. Þetta er orðað svo í lögunum: „Nemendur eiga rétt á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun, fyrirkomulag skólastarfs og aðrar ákvarðanir sem snerta þá. Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eins og unnt er.“ Þetta ákvæði í lögunum er mjög í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (Samn- ingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 1992), en í gr. 12.1 er þessi réttur tryggður og segja má að þetta ákvæði sé einnig grundvöllur að lýðræðishugmyndum sáttmálans. Greinin hljóðar svo: „Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.“ Umboðsmaður barna í Svíþjóð telur að þessi grein sé hornsteinn Barnasáttmálans og að það beri að túlka hana vítt. Greinin sé ekki eingöngu bundin persónulegum tengslum barnsins heldur beri að túlka hana sem hvatningu til að móta samfélagið þannig að ungar manneskjur hafi meiri áhrif á líf sitt og umhverfi (Barnombudsmann- en, 1995). Eftirfarandi þættir styðja enn frekar við þessar áherslur í grunnskólalögunum og Barnasáttmálanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.