Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 14
8
BUNAÐARRIT
ræktar- og búfjárræktarlögum auk allra greiðslna vegna
starfsemi félagsins sjálfs. Gunnar Amason annast bók-
hald allt auk gjaldkerastarfa.
Ritarar aðstoða gjaldkera í starfi hans og aimast vél-
ritun, ljósritun og fjölritun fyrir starfsmenn félagsins og
Búnaðarþing. Einnig sér skrifstofan um sölu og af-
greiðslu á bókum og ritum, sem félagið gefur út.
Helztu viðfangsefni á árinu
Búnaðarþing. Búnaðarmálastjóri undirbjó ritið Til Bún-
aðarþings 1970. 1 því riti er skýrsla búnaðarmálastjóra
um störf félagsins á árinu 1969, starfsskýrslur ráðunauta
félagsins og Landgræðslu íslands.
Búnaðarþing 1970 kom saman 23. febrúar og stóð til
14. marz. Þingið fékk 46 mál til meðferðar og afgreiddi
43 þeirra. Skýrsla um Búnaðarþing 1970 er birt í 83. árg.
Búnaðarritsins, bls. 143—236, og fæst líka sérprentuð. Að
loknu Búnaðarþingi vann stjóm félagsins og búnaðar-
málastjóri að því að koma fram ályktunum þingsins.
Framhvœmd laga. Eins og undanfarið annaðist Búnað-
arfélag Islands framkvæmd eða bafði umsjón með fram-
kvæmd þeirra lagabálka, sem lög ákveða, svo sem jarð-
ræktarlaga, búfjárræktarlaga, laga um jarðræktar- og
htisagerðarsamþykktir í sveitum, laga um eyðingu refa
og minka, laga um eyðingu svartbaks, laga um Biireikn-
ingastofu landbúnaðarins og laga um landgræðslu. í
starfsskýrslum starfsmanna hér á eftir er nánar skýrt frá
framkvæmdum samkvæmt nefndum lögum.
Fjárhagsáœtlun. Samin var fjárhagsáætlun Búnaðar-
félags íslands fyrir árið 1971 og send landbúnaðarráðu-
neytinu ásamt tillögum um aðra þá liði á fjárlögum, sem
venja er, að félagið áætli. Var svo unnið að því við ráðu-
neytið og fjárveitinganefnd Alþingis að fá umbeðnar
fjárv'eitingar, sem þó tókst ekki að öllu leyti.
ÚtboS á framræslu. Með breytingu á jarðræktarlögum
á árinu 1968 var ákveðið, að bjóða skuli út ár hvert