Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 15
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
9
alla vélunna framræslu á landinu. Birni Bjarnarsyni,
jarðræktarráðunaut, var falið að undirbúa útboðslýsingar
og litboðsgögn og skipta landinu í útboðssvæði í samráði
við stjórn félagsins og búnaðarmálastjóra. Útboðin voru
auglýst á tilskildum tíma, og áttu tilboð að hafa borizt
Biinaðarfélagi Islands fvrir 9. apríl.
Útboðin voru opmið þann dag að viðstöddum flestum
þeim, er boðið höfðu í verkin. Síðan var farið yfir til-
boðin og gerður samanburður á hagkvæmni þeirra.
Dagana 27.—29. apríl ákvað stjóm Biinaðarfélags ls-
lands, bvaða tilboðum skvldi taka. 1 skýrslu Bjöms
Bjarnarsonar verður skýrt frá því, bvaða verktakar fengu
bin einstöku viðfangsefni.
NautastöS Búruifiarfélags íslands, Andahílshreppi. Bún-
aðarfélag Islands starfrækti nautastöð sína allt árið. öll
búnaðarsambönd landsins nema Bsb. Strandamanna, V.-
Húnvetninga, Suðurlands og Kjalamesþings liafa gerzt
viðskiptaaðilar. Diðrik Jóhannsson mun skýra frá starf-
semi stöðvarinnar í starfsskýrslu sinni. Ólafur E. Stefáns-
son mun skýra frá störfum kynbótanefndar nautastöðvar-
innar o. fl. atriðum í sambandi við starfsemi hennar.
Reikningar nautastöðvarinnar fyrir árin 1968 og 1969
eru birtir í 83. árg. Búnaðarritsins bls. 193—-197, og fyrir
árið 1970 verða þeir birtir ásamt reikningum Búnaðar-
félags íslands í 84. árg. Búnaðarritsins.
Nefndarskipanir til úrlausnar mála. Búnaðarþing 1970
skipaði þriggja manna milliþinganefnd til að endurskoða
lög Búnaðarfélags Islands o. fl., sjá Búnaðarrit 83. árg.
bls. 236.
Nefnd þessi hélt nokkra fundi um málið í desember
1970 og mun væntanlega ljúka störfum áður en Búnaðar-
þing 1971 kennir saman. Sæti í þessari nefnd eiga: Ás-
geir Bjamason, alþm., Ásgarði, fomiaður, Jón Egilsson,
bóndi, Selalæk og Egill Bjarnason ráðun., Sauðárkróki.
Nefnd til aS gera tillögur um afkvœmarannsóknir á
nautum. Hinn 5. september 1970 skipaði stjóm Búnaðar-