Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 16
10
BÚNAÐARRIT
félags Islands þrjá menn í nefnd til að gera tillögur um,
hvemig haga skuli afkvæmarannsóknum nauta í fram-
tíðinni með tilliti til hagkvæmni og árangurs fyrir naut-
griparæktina í landinu. 1 nefndina voru skipaðir þeir
Ásgeir Bjamason, alþm., Ásgarði, Eggert Ólafsson, bóndi,
Þorvaldseyri, formaður Nautgriparæktarsambands Rang-
árvalla og Vestur-Skaftafellssýslu, og Vernharður Sveins-
son, Akureyri, formaður Sambands Nautgriparæktarfé-
laga Eyjafjarðar. Nefndin hélt fyrsta fund sinn 25. sept-
ember. Hún hélt alls 4 fundi og skilaði áliti og tillögum
til stjómar Búnaðarfélags Islands liinn 15. desember.
Þetta nefndarálit ákvað stjómin að leggja fyrir Búnaðar-
þing 1971.
Hlutur landbúnaðarins í atvinnulífi þjáSarinnar. Eins
og frá var skýrt í skýrslu til Búnaðarþings 1970, sjá Bún-
aðarrit 83. árg., bls. 10, höfðu Búnaðarfélag Islands og
Stéttarsamband bænda skipað sinn manninn livort, þá
Gísla Kristjánsson, ritstjóra, og Áma Jónasson, erindreka,
til að athuga, hver hlutur landbúnaðarins er í atvinnu-
lífi og verðmætasköpun þjóðarbúsins. Sakir heilsubrests
hefur Gísli Kristjánsson ekki unnið að þessu starfi á
árinu 1970, en Ámi Jónasson liefur unnið að því, þegar
honum hefur gefizt tóm til frá öðmm störfum. Verkið er
umfangsmikið, en þó nokkuð á veg komið. Telur Árni
sig hafa lokið við þessa athugun á svæðinu austan Eyja-
fjarðar og Kjalamesþings. Einnig hefur hanu lokiö
undirbúningi í Barðastrandar-, ísafjarðar- og Eyjafjarö-
arsýslum.
Harðærisnefnd 1970
Harðærisnefnd hefur nú starfað síðan 1967. Hún er
skipuð af landbúnaðarráðherra. I lienni eiga sæti Jón
L. Amalds, ráðuneytisstjóri, formaður, Einar ólafsson,
Lækjarhvammi, skipaður samkvæmt tilnefningu Stéttar-
sambands bænda, og búnaðarmálastjóri, skipaður sam-
kvæmt tilnefningu Búnaðarfélags Islands. Er nefndin