Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 17
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA 11
liafði að mestu lokið' störfum vorið 1970 vegna fóður-
skortsins haustið 1969, þá gaus Hekla 5. maí. Strax og
var vart við eiturálirif öskugossins, fól landbúnaðar-
ráðlierra Harðærisnefnd að kvnna sér ástandið á ösku-
fallssvæðunum, leiðbeina bændum og gera tillögur til
úrbóta til landbúnaðarráðuneytisins. Búnaðarmálastjóri
skýrði frá störfum og tillögum Harðærisnefndar bæði í
sambandi við öskufallið og einnig vegna fóðurskorts af
völduin grasbrests í stórum landshlutum, sem orsakaðist
af kali og kulda, í áramótayfirliti um Landbúnaðinn
1970, er liann flutti í búnaðarþætti í Ríkisútvarpið 4.
janúar 1971. Var erindi þetta birt í Tímanum skömmu
síðar og verður birt í 84. árgangi Búnaðarritsins, eftir
að allar tölulegar upplýsingar, sem þar var vikið að,
liggja endanlega fyrir. Verður því ekki fjölyrt um störf
Harðærisnefndar hér, heldur vísað til greinarinnar Land-
búnaðurinn 1970.
Þátttaka í samtökum með öðrum þjóðum
Norrœnu bœndasamtökin NBC. Búnaðarfélag Islands er
aðili að Islandsdeild NBC. Sveinn Tryggvason er formað-
ur liennar, en Agnar Guðnason ritari. Aðalfundur NBC
var lialdinn í Ivarlstad í Svíþjóð 22.—23. sept. Agnar
Guðnason sótti fundinn, og var hann sá eini, sem mætti
þar af hálfu Búnaðarfélags íslands. Vísast til starfsskýrslu
Agnars um gerðir fundarins.
Samstarfsnefnd landbúnaSarnefnda NorSu rlandaráSs.
Aðalfundur samtakanna var lialdinn í Helsingfors 2. des.
Þar voru mættir allir landbúnaðarráðherrar Norður-
landa, ráðunevtisstjórar, fulltrúar bændasamtakanna auk
sérfræðinga, alls um 40 manns. Af Islands liálfu mættu
auk landbúnaðarráðherra þeir Gunnlaugur E. Briem,
ráðuneytisstjóri, og Sveinn Tryggvason, framkvæmda-
stjóri, en Halldór Pálsson hafði ekki kringumstæður til
að mæta á fundi þessum. Aðalumræðuefnið var þróun
landhúnaðarins í EFTA-löndunum og sii breyting, sem