Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 24
18
BUNAÐARRIT
Kýr af hinu rauSskjöldótta ungverska kyni.
Meðalullarframleiðsla óhrein eftir á er 5,54 kg, en eftir
hrút 10,40 kg. Þá er lialdið við liinu sérkennilega ung-
verska fjárkyni, Racka-fénu, á þessu húi, sjá mynd. Þetta
er smátt fé, holdgott og þolslegt, ullin er löng, gorm-
hrokkin, og virðast gærur vel fallnar til pelsagerðar,en þó
sérstaklega til loðsútunar. Hornalag þessa f jár er sérkenni-
legt, homin á báðum kynjum eru náttúrulega snúin eins
og tappatogarar. Þetta fé er ýmist hvítt, gult á haus og
fótum, eða svart. öllum ám á húinu er fært frá, og er
gerður ágætur ostur iir mjólkinni. A vetmm er féð liýst,
og því gefið hey og kjarnfóður, en á sumrin er því beitt,
og fylgir fjármaður með hund sinn og staf hverri hjörð,
sem mér sýndust misstórar, venjulega 200—400 ær. Upp
á síðkastið hefur verið lögð aukin áherzla á kindakjöts-
framleiðslu, og em þá brezk kyn notuð til kynblöndunar
við Merinóféð með góðum árangri.
Nautgripir: Mér virtust kýr í Ungverjalandi lélegar
til mjólkur, nema þar sem lögð hefur verið álierzla á
kynbætur síðustu árin með blöndun við kynbætt kyn
eins og t. d. Jersey. Aftur á móti er rauðskjöldótta, ung-