Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 29
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
23
ingar, sem þar liafa orð'ið síðustu 35 árin. Margt er enn
lítt breytt frá fomu fari, þótt stórfelldar breytingar hafi
orðið á ýmsum sviðum.
Undirritaður var erlendis frá 20. ágúst til 6. september.
Var ég í Ungverjalandi á fundum og ferðalagi, sem um
getur á bls. 12—19 frá 23. ágúst til 2.september,en dagana
fyrir fundinn í Austurríki og eftir fundinn í Cambridge
í Englandi.
Erlendir gestir
Nokkrir erlendir gestir lieimsóttu Búnaðarfélag Islands
sérstaklega á árinu. Vil ég geta þriggja þeirra, sem áttu
samræður við mig og fleiri landbúnaðarmenn og Bún-
aðarfélag Islands greiddi nokkuð fyrir. Þessir inenn
voru:
Dr. Friðrik Kristjánsson, yfirmaður búfjárkynbóta-
deildar landbúnaðarráðuneytisins í Ottawa, Kanada.
Friðrik er af íslenzku bergi brotinn í báðar ættir og
heimsþekktur búfjárerfðafræðingur. Hann stanzaði liér
nokkra daga í júlí á heimleið af ráðstefnu í Ungverja-
landi. Hann varð undirrituðum samferða frá Reykjavík
til Akureyrar 18. júlí, og í báður leiðum liitti liann mig
og fleiri starfsmenn hjá Búnaðarfélagi Islands og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins. Ræddum við um ýmis at-
riði varðandi búfjárkynbætur og afkvæmarannsóknir við
Friðrik og kynntum okkur skoðanir hans á þeim málum.
Dr. H. M. Briggs, rektor háskólans í Suður-Dakota, kom
liér við í júlí á ferð um Evrópu ásamt konu sinni, dóttur
og mágkonu, en þær systur eru systur prófessors W. E.
Dinussons, sem liér dvaldist við störf lijá Búnaðardeild
Atvinnudeildar Háskólans um eins árs skeið fyrir 10 ár-
um. Rektor Briggs er kunnur búfjárræktarsérfræðingur
og var prófessor í þeirri grein, áður en hann tók við því
starfi, sem hann gegnir nú. Rektor Briggs liitti marga
af starfsmönnum Búnaðarfélags Islands og ræddi við þá
um búfjárræktarmál o. fl.