Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 30
24
BlNAÐARRIT
Donald M. Burd, búnaðarráðunantur á Shetlandseyjum,
kom liingað 29. september og dvaldist bér til 13. októ-
ber til að kynna sér sauðfjárrækt liér á landi. Hitti hann
allflesta sérfræðinga ofr ráðunauta, sem vinna sérstaklega
að sauðfjárræktinni, fylgdist með vinnubrögðum við fjár-
val og sláturfjárrannsóknir á Hesti, var með ráðunautum
á sauðfjársýningunum og heimsótti auk þess nokkra
bændur.
Bændafarir
Tvær bændafarir voru famar innanlands. Austur-Skaft-
fellingar, 60 að tölu, fóru um Norðurland, Strandasýslu
og Vesturland til Reykjavíkur. og Evfirðingar, 98 að tölu,
fóra urn vestanvert Norðurland, Vestfirði, Dali, Snæfells-
nes og Borgarfjörð. Ragnar Asgeirsson var fararstjóri, sjá
starfsskýrslu Iians. Ennfremur stuðlaði Búnaðarfélag Is-
lands að bændaför í fvrri hluta desember til Englands á
hina kunnu Smithfieldsýningu og á alifuglasýningu, sem
haldin var um sama levti. Ferðaskrifstofan Sunna ann-
aðist fyrirgreiðslu, en Agnar Guðnason, ráðunautur, var
fararstjóri.
Fræðslustarfsemi félagsins
Ráðunautar félagsins veita fræðslu og leiðbeiningar allt
árið í viðtölum við menn, með bréfaskriftum, í greinum
í blöðum og tímaritum og með erindaflutningi á fundum
og í útvarpi. Ráðunautarair skýra nánar frá þessum
málum í starfsskýrshim sínum hér á eftir.
KalráSstefna. Að ósk Kalnefndar hélt Búnaðarfélag
lslands ráðstefnu í samvinnu við Kalnefnd og Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins vikuna 16.—21. febrúar 1970, til
að ræða ýmis vandamál í sambandi við kal í túnum og
önnur atriði, er snerta jarðræktina. Kom ráðstefna þessi í
stað hinna venjulegu ráðunautafunda, sem félagið hefur
staðið fyrir. Ráðstefnu þessarar gat ég sérstaklega í ára-
mótayfirliti um landbúnaðinn 1970, og vísast til þess. 1