Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 34
28
BÚNAÐARRIT
Úthlutun aukaframlags til bænda, er búa við erfiðar
aðstæður
Þeg.'ir saniið var um verðlag landbiínaðarafurða fyrir
árið 1964—’65, var ákveðið, að ríkið veitti 5 milljónir á
ári í fimm ár til aðstoðar bændum, sem búa við erfiðasta
aðstöðu. Með samþvkki landbúnaðarráðlierra er fé þetta
notað til aukaframlags vegna jarðræktarframkvæmda á
býlum, sem hafa minna en 15 ha tún, þó með nokkrum
undantekningum, sjá Búnaðarrit, 80. árg., bls. 57—58.
Þriggja manna nefnd úthlutar fé þessu. 1 henni eru
undirritaður, Pálmi Einarsson, fyrrverandi landnáms-
stjóri, og Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri Stétt-
arsambands bænda.
Síðast átti að úthluta fé af framlagi þessu vegna fram-
kvæmda 1969. Vegna þess bve framkvæmdir voru litlar
á því ári hjá þeim bændum, sem áttu rétt til þessa fram-
lags, fékk úthlutunamefndin leyfi hjá landbúnaðarráð-
herra til að geyma rúmlega 1,3 milljónir króna af þessu
fé til að úthluta á framkvæmdir gerðar á árinu 1970
hjá þeim, sem áttu ónotaðan rétt í árslok 1969. Nú hefur
verið lokið við úthlutun þessa fjár. Þetta aukaframlag
varð til hagsbóta fyrir ýmsa, sem við erfiðistu skilyrði
búa og liöfðu dregizt aftur úr með ræktunarframkvæmd-
ir. Hefur því þessi fjárveiting þjónað tilgangi sínum.
Onnur störf búnaðarmálastjóra
Ég á sæti í stjórn Vísindasjóðs, kjörinn af Alþingi, í
Rannsóknaráði ríkisins, í Skipulagsnefnd fólksflutninga,
í Veiðimálanefnd og Náttúruvemdarráði samkvæmt til-
nefningu Búnaðarfélags íslands.
Þá starfa ég að hluta sem sérfræðingur í búfjárrækt
við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Þar hef ég fyrst
og fremst umsjón með hvers konar rannsóknum og til-
raimum, sem gerðar em á Hesti. Annar sérfræðingur i
búfjárrækt við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Stefán