Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 39
SKÝKSLUR STARFSMANNA 33
ræktunarsambandanna, telja sig notaða sem tálbeitu til
að lækka kostnaðinn án þess að fá verkefnin, þar sem
ræktunarsamböndin noti liina lagalegu aðstöðu sína til
þess að ganga inn í lægsta tilboð. Aftur á móti telja mörg
ræktunarsambönd tilboð einstaklinga óraunhæf, þau séu
of lág og standi ekki undir þeim kostnaði, sem með þarf
til reksturs vélanna. Samkeppnin er hörðust milli ein-
staklinga á Suðurlandi um verkefnin. Tilboðin þar eru
hagstæðari á árinu 1970 en 1969 þrátt fyrir þær verð-
hækkanir, sem orðið liafa á tímabilinu. Það segir sig
sjálft, að einstaklingar myndu ekki gera þessi tilboð
nema þeir teldu sig liafa hag af því.
Það skal viðurkennt, að útboðsskilmálar liafa verið
mjög ákveðnir, að því er viðkemur verðbreytingum, er
fram lcuima að koma eftir tilboðsgjörð, því að í henni
segir: „I einingarverðum er allt innifalið, sem þarf til
að fullgera verkið. Engar verðbreytingar liafa áhrif á
það“.
Mœlingar: Alls mældi ég fyrir 139.356 m af opnum
skurðum og um 100 km af plógræsum í þessum sýslum:
Árnessýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Dalasýslu, N.-
Isafjarðarsýslu, Strandasýslu og lítils háttar í S.-Þingeyj-
arsýslu. Valdimar Gíslason frá Mýrum í Dýrafirði mældi
að nokkru fyrir skurðum í ísafjarðarsýslum.
Aðstoðarmaður minn var hinn sami og undanfarin
ár, öm Elíasson.
Á skrifstofunni hefi ég unnið að ýmsum öðrum mál-
um en áður eru nefnd, s. s. ýmsum álitsgjörðum, sem
skipta starf mitt, úthlutun úr Jöfnunarsjóði fyrir skurð-
gröft og fl., sem óþarft er upp að telja.
Þá hefi ég mætt á 11 fundum úti á landi og flutt 2
útvarpserindi á árinu.
Reykjavík, 4. febrúar 1971.
3
Björn Bjarnarson.