Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 40
34
BUNAÐARRIT
Skýrsla Jónasar Jónssonar
Störfum mínum fyrir Búnaðarfélag Islands má í liöfuð-
dráttum skipta í tvennt. Ýmiss konar leiðbeiningastörf á
skrifstofu, með skrifum og fundum og svo skurðamœl-
ingar, sem taka nær alian tíma minn yfir sumarið,
Kalnefndarstörf
Eins og ég skýrði frá í síðustu starfsskýrslu, á ég sæti í
kalnefnd, ásamt þeim Agnari Guðnasyni og Bimi Bjarn-
arsyni frá Búnaðarfélagi Islands, og Bjama Helgasyni,
Friðriki Pábnasyni og Sturlu Friðrikssyni frá Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins. Formaður nefndarinnar
er Pálmi Einarsson. Kalnefnd starfaði mikið síðustu
mánuði fyrra árs og í byrjun þessa. Mestur tími fór þá
í undirbúning að kalráðstefnu, sem kalnefnd liafði frum-
kvæði að, en Búnaðarfélag íslands og Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins stóðu fyrir. Ráðstefnan var haldin dag-
ana 16. til 20. febrúar. Til ráðstefnunnar var boðið öll-
um ráðunautum, tilraunastjómm og sérfræðingum R. L.,
kennurum bændaskólanna í jarðrækt, veðurfræðingum
og nokkrum öðram, sem starfa eða starfað hafa fyrir
jarðræktina. Tilhögun var í stórum dráttum sú, að flutt
vom fá böfuðerindi, sem gáfu yfirlit yfir helztu þætti
kalvandamálsins, síðan vom þeir ræddir nánar á um-
ræðufundum, þar sem flutt vom mörg stutt erindi um
ýmsa afmarkaða þætti málsins.
Aðalerindin voru þessi: „Vísindaleg undirstaða kal-
rannsókna“, Bjami Guðleifsson, stud. lic. Veðurfræðing-
amir Adda Bára Sigfúsdóttir, Markús Á. Einarsson og
Páll Bergþórsson fluttu öll erindi undir heitinu „Veður-
far á Islandi og kalskaðar“. Þá flutti Sturla Friðriksson
erindi, sem bann nefndi: „Um búskaparhætti og kal“.