Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 41
SKÝRSLUR STARFSMANNA 35
Eftir þessi framsögnerindi voru haldnir þrír umræðu-
fimdir, þar sem fjallað var um:
1. Ræktunarmál og kal. Tekið var fyrir: Framræsla,
jarðvinnsla, kölkun og tegundaval.
2. Aburðarnotkun og kal. Tekið var fyrir: Tegundir
N-áburðar, N.P.K. blutföll og áburðarmagn, og áburð-
arleiðbeiningar.
3. Meðferð ræktunar og kal. Tekið fyrir: Beit, sláttur,
umferð og endurvinnsla túna.
1 lok ráðstefnunnar tók kalnefnd saman nokkrar belztu
niðurstöður ráðstefnunnar í stuttu yfirliti, sem lesið var
í fréttaauka og birtist í blöðum. Aðalerindi ráðstefn-
unnar voru gefin lit í sér liefti af Frey, og þar og í öðr-
um heftum kom nokkuð af styttri erindum. Síðan hefur
kalnefnd ekki verið kölluð til fundar.
Ú tvarpsf ræðslunef nd
Ég starfaði í iitvarpsfræðslunefnd með Sveini Hallgríms-
syni og Árna Jónassyni fram til loka Búnaðarþings, er
nýkjörin nefnd tók við. Við sáum um þáttinn „Spjallað
við bændur“ á liverjum föstudegi. Þá önnuðumst við
undirbúning bændavikunnar, sem var dagana 6.—10.
apríl. Eftirtaldir menn fluttu þar erindi eða tóku þátt
í viðtalsþáttum: Dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri,
flutti ávarp og tók ásamt Hjalta Gestssyni þátt í um-
ræðuþætti um viðhorf í biiskap á erfiðleikatímum. Ólaf-
ur Sigurðsson, forstöðumaður teiknistofu landbúnaðar-
ins, ræddi um votheysgeymslur, Magniis Sigsteinsson
ræddi um tækni við votheysverkun, Gísli Kristjánsson
um votheysgæði og votbeysverkun og Árni G. Pétursson
um fóðurgildi votlieys og fóðrun sauðfjár með votheyi.
Þá ræddu Árni og Sveinn Hallgrímsson við Sigurð Jóns-
son bónda í Stóra-Fjarðarhorni um votheysgerð og sauð-
fjárbúskap. Agnar Guðnason ræddi um grænfóðurteg-
undir og Jónas Jónsson um grænfóðurræktun. Hann átti
einnig viðtal við Þórarinn ICristjánsson, bónda í Holti,