Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 45
SKYRSLUR STARFSMANNA
39
nú í eftirtöldum hreppum: Austur- og Vestur-Landeyj-
um og Fljótshlíðar-, Rangárvalla- og Djúpárhreppum í
Rangárvallasýslu. Nokkuð í Hrunamannahreppi og
Grímsnesi í Árnessýslu. Á svæði Búnaðarsamhands Eyja-
fjarðar mældi ég í Arnarness-, Skriðu-, Glæsibæjar-,
Hrafnagils-, Öngulsstaða- og Svalbarðsstrandarhreppum.
1 S.-Þing. mældi ég í Ljósavatns-, Bárðdæla-, Reykdæla-,
Aðaldæla- og Reykjahreppum. í Austur-Skaftafellssýslu
mældi ég í Nesja- og Borgarhafnarlireppum. Samanlagt
mældi ég með aðstoðarmanni mínum fyrir 149,619 km
löngum skurðum og athugaði nokkuð land fyrir plógræsi.
Aðstoðarmaður minn við mælingar var sami og í fyrra,
Jón Árnason, og ])akka ég lionum dugnað og trúmennsku
í starfi.
í janúar 1971,
Jónas Jónsson.
Framkvœmdir, er njóta framlags samkvœmt
jar'Srœktarlögum, gerSar 1969
Framlag greitt 1970
Árið 1970 liefi ég að mestu unnið að sömu verkefnum og
undanfarandi ár. Það er að reikna út ríkisframlag til
bænda samkvæmt jarðræktarlögum, færa spjaldskrá, er
Búnaðarfélag Islands heldur yfir jarðabætur, sem unnar
eru á liverju einstöku býli, veita ýmiss konar vottorð til
einstakra bænda yfir unnar jarðabætur og sinna nokkr-
um öðrum viðfangsefnum, sem mér liafa verið falin.
Hér á eftir fylgir skýrsla um unnar jarðabætur 1969 og
framlag ríkissjóðs, skipt eftir sýslum og kaupstöðum: