Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 62
56
BUNAÐARRIT
Nauðsynlegt er að kynna bœnduin niðurstöður til-
rauna, en jafnframt er sjálfsagt að sá fræi af mismun-
andi tegundum og stofnum grænfóðurs sem víðast á
landinu, svo bændur geti sjálfir séð rnuninn á vextinum.
Á síðastliðnu vori ákváðum við Jónas Jónsson að sá
fræi af grænfóðri í nokkra sýnisreitina á ýmsum stöðum
á landinu. Ég sáði í sýnisreiti í Syðra-Langliolti, Hruna-
mannabreppi, Eskiholti, Borgarfirði, Brautarholti í
Dalasýslu, Fjarðarhomi, Bæjarhreppi og Bæ í Árnes-
hreppi, Strandasýslu. Auk þess afhenti ég bændum á
Svanshóli í Kaldrananeshreppi og Ölkeldu í Staðar-
sveit fræ til sáningar í landi, sem var ekki fullfrágengið
til sáningar, þegar ég kom á þessa staði. Sáð var í reitina
19.—24. júní. Eftirtöldum tegundum var sáð; mergkáli,
Silona, Repju, ítölsku rýgresi af írskum og dönskum
stofnum, ferlitna rýgresi, Tetila og Tewera af liol-
lenzkum stofnum, sólhöfmm, sumarrepju og fóðurbyggi-
I stuttu máli vom helztu niðurstöður þær, að í
Strandasýslu varð sama og engin spretta í þessum reit-
um. Annars 6taðar gaf Tewera rýgresi mestu uppskemna,
það var fyrst til, t. d. í Syðra-Langliolti. Þar var komin
ágætis slægja 25. ágúst. Enginn munur var á Repju og
Silona. Sumarrepjan var fremur léleg. Mjög áberandi
var síðastliðið sumar, þrátt fyrir kalda veðráttu, að
grænfóður (sérstaklega hafrar, rýgresi og bygg), spratt
sæmilega, ef því var sáð í byrjun júní. Sjálfsagt er að
halda áfram með grænfóðursýnisreiti, fara eins snemma
af stað og tök era á, og jafnframt hafa aðstöðu til að
gera uppskerumælingar. Rétt er að staðsetja sýnisreitina
þannig, að bændur í nágrenni þeirra geti með góðu
móti fylgzt með sprettunni.