Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 72
66
BÚNAÐARRIT
urhúsaafurðir, ef tæknileg liagræðing væri meiri, að-
búnaður betri og stöðvar mun stærri en þær eru nú. Slíkt
kostaði greiðan aðgang að fjármagni á hagstæðum kjör-
um ásamt lágtolluðum innfluttum rekstrarvörum. Hvor-
ugt er fyrir liendi eins og stendur. En á meðan þannig
er ástatt, er tilgangslaust að bollaleggja og gera sér mikl-
ar gyHivonir um hugsanlegan útflutning gróðurhúsaaf-
urða, slíkt er algjörlega út í bláinn, svo óraunliæft er það.
Blómarækt var með svipuðu móti og að undanförnu,
og sala blóma gekk mjög vel. Blómarækt baustmánað-
anna naut góðs af mikilli birtu á því tímabili og varan
var með því betra, sem bér hefur sézt lengi. Hvort um
verulega magnaukningu var að ræða, er ekki vitað,
enda eru engar tölur fyrir bendi um framleiðsluna.
Leiðbeiningar og ferðalög
Leiðbeiningastörf mín á sviði garðræktar liafa eins og
endranær spannað yfir þau svið að veita jafnt almenn-
ingi sem fagfólki alla þá aðstoð og þjónustu sem leitað
hefur verið eftir og möguleiki befur verið að láta í té.
Nokkuð liefur þó dregið úr þjónustu minni við yl-
ræktarbændur, enda er það starf fyrst og fremst inn-
an verkahrings ylræktarráðunautar félagsins. Ýmsir
hafa þó jafnan samband við mig, ekki bvað sízt
þegar ylræktarráðunautur er á ferðalögum, en ég heima.
1 sambandi við starfið hafa töluverð ferðalög verið
óumflýjanleg, ekki hvað sízt eru miklar annir á þessu
sviði fyrri hluta sumars. Samkvæmt dagbók minni vom
meiri liáttar ferðalög eins og hér skal greint frá:
Janúar 12.—15. í Borgarfirði bjá ylræktarbændum, 22.
í Mosfellssveit og 29. og 30. í Hveragerði.
Febrúar 4. í Mosfellssveit.
Marz 16.—19. í Borgarfirði hjá ylræktarbændum.
Apríl 13.—16. í Borgarfirði hjá ylræktarbændum, 20.