Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 80
74
BUNAÐARRIT
skóla, og er Bjami Kristjánsson, skólastjóri Tækniskól-
ans, formaður. Hélt nefndin marga fundi frá hausti til
áramóta, og er gert ráð fyrir, að liún ljúki störfum
snemma á árinu 1971. Ég átti sæti í stjórn Bændahallar-
innar á árinu og var ritari hennar.
II. Nautgriparæktin 1970
Fjöldi nautgripa. Samkvæmt hausttalningu 1969 voru
settir á vetur 53401 nautgripur eða 1187 fleiri en árið
á undan. Kýr vom 35994 og liafði fækkað um 891, kvíg-
ur iy2 árs og eldri 4837 og hafði fækkað um 162, kálfar
yngri en hálfs árs voru 6473 eða 1181 fleiri og önnur
geldneyti 6097 eða 999 fleiri. Orsakir fækkunar á kúni
og fengnum kvígum má vafalaust rekja til óþurrka á
Suður- og Vesturlandi og víðar 1969 og harðæra að
undanfömu, þannig að gamlar og gallaðar kýr voru
felldar, og kvígur settar á til viðhalds stofninum liafa
verið eitthvað færri en áður síðustu árin. Atliyglisvert
er hins vegar, live geldneytum og kálfum fjölgar. Er
ekki ósennilegt, að þar sé hvort tveggja að verki, endur-
nýjun á mjólkurkúastofninum og jafnvel stækkun kúahúa
annars vegar og vaxandi ásetningur geldneyta til slátmnar
liins vegar. Má þó frekar búast við aukningu sláturgripa
árið 1970 og næstu ár, þar sem hændur víðast hvar á
landinu eiga þess nú kost að fá djúpfryst sæði úr íslenzka
Gallowaystofninum. Fækkun sú, sem varð á nautgripum
nokkur undanfarin ár, liefur náð lágmarki, og er nú aftur
um greinilega fjölgun að ræða.
Mjólkurframleiðslan. Innvegin mjólk í mjólkurbúum
nam árið 1970 alls 100.568.092 kg og hafði aukizt uni
5,71% frá árinu áður, en er þó rösklega hálfri milljón
kg minni en hún var 1968. Innvegið mjólkurmagn skipt-
ist þannig milli mjólkurbúanna samkvæmt skýrslu Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins: