Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 86
80
BÚNAÐARRIT
3599 kg aS meðaltali með 4,41% feitri mjólk, }>. e. 15872
fe, en reiknað í 4% feitri mjólk 3823 kg. Voru þœr í
lok tímabilsins í 7,55 kg dagsnyt a& me&altali. Þær vorn
tveimur dögum yngri en Hrafnsdætur við burð að meðal-
tali, og var brjóstmál þeirra þá 176,5 cm. Við mjalta-
gæðamælingar, sem Jóhannes Eiríksson framkvæmdi,
reyndust Hrafnsdætur mjög góðar í mjöltun og Rikka-
dætur misjafnar, en bötnuðu, er leið á mjaltaskeiðið.
Hann dæmdi kvígurnar í maímánuði, og hlutu þær háa
einkunn fyrir byggingu, einkum Hrafnsdætur.
I skýrslu Sigurjóns Steinssonar segir m. a.: „1 öllum
meginatriðum gekk mjög vel með þessa dætrabópa, og
eru afurðir þær langmestu, sem fengizt hafa í afkvæma-
prófun hér. t febrúar fengu kvígumar skitupest, sem
dró úr nyt, en þær jöfnuðu sig fljótlega, og varð ekki
verulegt tjón af. Báðir þessir bópar reyndust sérlega
góðir í allri umgengni og auðveldar í mjöltun, einkum
dætur Hrafns. Hinar vom nokkm lakari fyrri bluta
mjólkurskeiðsins, en það lagaðist, þegar líða tók á mjalta-
skeiðið.“ „Báðir þessir dætrabópar komust í svipaða
dagsnyt, og afurðir voru næstum eins eftir fyrstu 100
dagana, en úr því slaka Hrafnsdætur nokkuð á, þannig
að þær halda heldur verr á sér en Rikkadætur, sem
leiðir til þess, að þær skila talsvert minni afurðum.“
„Vert er að geta þess, að nokkur tilfærsla varð á burð-
artíma, því að Hrafnsdætur færðust aftur rúmlega einn
mánuð, en Rikkadætur um röska tvo mánuði. Ekki virð-
ist vafi á því, að áfall það, sem kvígumar fengu í febrú-
ar, liafi átt þátt í þessari tilfærslu, J)ar sem nýfengnar
kvígur gengu upp og aðrar héldu livorki á meðan né á
næsta gangmáli. Má ætla, að þessi tilfærsla á burði hafi
átt })átt í að auka afurðirnar og Rikkadætur blotið meiri
ábata af þeim sökum. Þegar atliugaðar em afurðir mæðra
þessara systraliópa, kemur í ljós, að þær era undir meðal-
tali af öðmm skýrslufærðum kvígum og afurðir mæðra
hvors systrahóps, sem hér um ræðir, em næstum eins.