Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 87
SKÝRSLUK STARFSMANNA
81
Afurðir afkvæinarannsakaðra nauta hér á Lundi liafa
vel staðizt í reynd í fjósmn hænda, o<r vonandi verður
það einnig nú, en sú vitneskja er enn ekki til staðar.“
Af framanrituðu sést, að afurðir kvígnanna undan
þessuni tveimur nautum, Rikka og Hrafni, eru einstæðar
í afkvæniarannsóknum hér á landi til þessa, en þó virð-
ist svo, að annað nautið í næsta árgangi á eftir, ætli ekki
að standa þessum tveimur að haki sem kynbótagripur
með tilliti til afurða. Hér er um að ræða dætur Geisla
N197, en liaim og Græðir N194, eru í rannsókn nr. 14.
Báru dætur þeirra í nóv. og des., 14 undan Græði og 16
undan Geisla. Komust dætur Geisla í 17,7 kg liæsta dags-
nyt og voru húnar að mjólka eftir fyrstu 70 dagana 1119
kg miðað við 4% feita mjólk. Græðisdætur liafa reynzt
mun lakari. Komust |iær í 14,0 kg liæsta dagsnyt og
liafa mjólkað á 69 dögum 797 kg miðað við 4% feita
mjólk. Á Rangárvöllum eru nú í uppeldi á 2. ári 20
dætur Straums N199 og 20 dætur Heimis N201 og jafn-
rnargar á 1. ári iiiidan Hnokka N205 og Natani N207.
Um afkvæniarannsóknir í Laugardœlum farast Hjalta
Gestssyni svo orð:
„Á árinu 1970 lauk afkvæmarannsókn á þrernur naut-
um Kynbótastöðvarinnar í Laugardælum. Niðurstaðan
varð sem hér segir:
1. Dætur Ivjalar S315 luku 2. mjaltaskeiði að meðal-
tali í ágústlok 1970. Ein dæt ra hans mislukkaðist um
hurð og varð aumingi vegna leghólgu og var því ekki
tekin með í uppgjör, en lnin var meira en meðalkýr á
1. mjaltaskeiði. Hinar dætur lians, 8 að tölu, báru að 2.
kálfi tæplega jiriggja ára og sjö niánaða, og voru aðeins
12 mánuðir á milli burða. Þær komust í 16,5 kg til jafn-
aðar og mjólkuðu á 2. mjaltaskeiði (301 degi) 2799 kg
mjólkur, fita 4,04% og fitueiningar (fe) 11308 að meðal-
tali. Þær liafa bætt við sig frá 1. kálfi 1612 fe eða tæpum
16%, en eru þó 8% undir því, sem viðmiðunar kýr
6