Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 88
82
BÚNAÐARRIT
afkvæmarannsóknarstöðvarinnar í Laugardælum liafa
mjólkað á 2. mjaltaskeiði.
2. Dætur Glampa S318 luku 2. mjaltaskeiði að meðal-
tali eftir miðjan október 1970. Þær báru allar, 10 að
tölu að 2. kálfi tæplega þriggja ára og níu mánaða, og
var tæplega 13% mánuður á milli 1. og 2. burðar. Þær
komust að meðaltali í 18,3 kg og mjólkuðu á 2. mjalta-
skeiði (301 degi) 3319 kg mjólkur, fita 4,00% og fe 13276
til jafnaðar. Þær hafa bætt við sig frá 1. kálfi 852 fe
eða tæplega 7% og skila 8% fram yfir viðmiðunarkýr
afkvæmarannsóknarstöðvarinnar í Laugardælum á sama
aldri.
3. Dætur Heiðars S319 luku 2. mjaltaskeiði að meðal-
tali um miðjan september 1970. Ein dætra hans festi
ekki fang eftir 1. kálf og var því fargað, en sú kýr var
nokkru fyrir ofan meðallag hvað afurðagetu snerti. Hin-
ar dætur hans, 8 að tölu, báru að 2. kálfi rúmlega
þriggja ára og sjö mánaða, og var tæplega 12 og % mán-
uður á milli 1. og 2. burðar. Þær komust að meðaltali í
16,4 kg og mjólkuðu á 2. mjaltaskeiði (301 degi) 2757
kg mjólkur, fita 4,03% og fe 11111 til jafnaðar. Þær liafa
bætt við sig frá 1. kálfi aðeins 329 fe eða 3% og skiluðu
að 2. kálfi 10% minni en viðmiðunar kýmar á sama
aldri.
Þá lauk á árinu afkvæmarannsókn á 1. mjaltaskeiði á
3 afkvæmahópum, og varð niðurstaðan á þessa leið:
1. Dætur Klafa S321 báru að 1. kálfi að meðaltali 28.
október 1969 og vom þá tæplega tveggja ára og sex
mánaða gamlar. Ein dóttirin hafði forfallazt í uppvext-
inum, en hinar 9 komust að meðaltali í 11,0 kg dagsnyt
og mjólkuðu á 1. mjaltaskeiði (301 degi) 2050 kg mjólk-
ur með 3,97% fitu og skiluðu því 8138 fe. Þetta er að-
eins 82% af því, sem viðmiðunar kýr Kvnbótastöðvarinn-
ar hafa mjólkað að 1. kálfi.
2. Dætur Ilaka S323 bám að 1. kálfi að meðaltali 15.
október 1969 og vom þá tveggja ára og fimm mánaða