Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 89
SKÝRSLUR STARFSMANNA
83
gamlar. Ein dóttirin forfallaðist í uppvextinum, en liinar
9 komust að meðaltali í 10,6 kg dagsnvt og mjólkuðu
á 1. mjaltaskeiði (301 degi) 1995 kg mjóíkur með 3,92%
fitu og skiluðu því 7820 fe. Þetta er aðeins 79% af því,
sem viðmiðunar kýr Kynbótastöðvarinnar liafa mjólkað
að 1. kálfi.
3. Dætur Þokka S324 báru að 1. kálfi að meðaltali
28. október 1969, og voru þá sem næst bálfs þriðja árs.
Þær báru allar, 10 að tölu, og komust í 11,0 kg dagsnyt
að meðaltali og mjólkuðu á 1. mjaltaskeiði (301 degi)
2119 kg mjólkur með 3,82% fitu og skiluðu því 8095 fe
til jafnaðar. Þetta er aðeins 82% af því, sem viðmiðunar
kýr Kynbótastöðvarinnar hafa gert að 1. kálfi.
Augljóst er, að eitthvað hefur skort á aðbúð kúnna
á afkvæmarannsóknarstöðinni í Laugardælum þetta ár
til þess að kvígumar gætu sýnt fyllilega, bvað í þeim
býr.
Margt bendir þó til þess, að engin þessara afkvæma-
bópa biii yfir nægilega mikilli mjólkurgetu, en væntan-
lega skýrist þetta nokkuð á 2. mjaltaskeiði þessara kúa.
Á tímabilinu október til desember 1970 bára 10 dætur
Blóma S326,11 dætur Bætis S327 og 9 dætur Freys S328.
Þá liafa nú í janúarlok 1971 fengið fang afkvæma-
bópar imdan þremur nautum, þ. e. 10 kvígur undan
Óðni S329, 11 kvígur undan Hosa S330 og 10 kvígur
undan Grána S332.
Ennfremur em í uppeldi frá því í maí 1970 þrír af-
kvæmahópar, þ. e. 10 kvígur undan Koll S331, 10 kvígur
undan Fálka S333 og 11 kvígur undan Gvrði S334.“
Bústofn og framkvœmdir á Lundi. 1 árslok vora á fóðr-
um á Lundi og Rangárvöllum 17 búskýr, 30 kvígur í
afkvæmarannsókn, 40 kvígur á 2. ári og 40 kvígukálfar
auk 2ja nautkálfa í eigu S. N. E. og 7 í eigu Nautastöðv-
ar Biinaðarfélags Islands, alls 136 nautgripir. Svínaeign
var á sama tíma 61 gylta, 3 geltir og 430 grísir á ýms-