Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 93
SKÝRSLUR STARFSMANNA
87
sinnt að mestu fyrir nautgriparæktina, en leiðbeiningar
á því sviði urðu ýtarlegri, þegar skipulagðar efnagrein-
ingar á lieysýnum úr öllum sýslum hafa verið fram-
kvæmdar undanfarin liaust. Hef ég leiðbeint bændum
um kaup og notkun á kjarnfóðri og steinefnablöndum,
og hefur verið náin samvinna við héraðsráðunauta um
þau mál. Einnig liefur verið gott samstarf við þau fyrir-
tæki, er verzla með fóðurvörur, og lief ég bent þeim
á ýmis atriði um samsetningu og efnainnihald kjarnfóð-
urs með hliðsjón af niðurstöðum á efnagreiningum liey-
sýnanna. Eru horfur á, að leiðbeiningar um fóðrun muni
aukast á næstu árum. Á árinu vann ég að því að skrifa
um nautgripasýningar 1969. Var það verk langt komið
í árslok og allar töflur tilbúnar undir prentim. Ég ritaði
grein um kálfaeldi í Handbók hænda 1971 og grein um
æxlunarlífeðlisfræði kúa í Frey.
Sýningar. Á s.l. ári voru lialdnar nautgripasýningar á
Vesturlandssvæðinu, er nær frá Hvalfirði norður um
alla Vestfirði að Hrútafirði. Var ég formaður dómnefnda
á öllum sýningunum. Nánar verður skýrt frá sýningunum
í Búnaðarritinu.
Fundir og ferSalög. 1 janúarlok sat ég aðalfundi beggja
nautgriparæktarsambandanna á Suðurlandi ásamt Ólafi
E. Stefánssyni. Flutti ég erindi á fundunum um heyrann-
sóknir og kaup og notkun kjarnfóðurs. Tvo fundi sat ég
á árinu ásamt Guðbrandi Hlíðar dýralækni, er fjölluðu
um júgurbólgu, mjaltir og hreinlæti. 1 byrjun febrúar
sótti ég þrjá fundi í Skagafirði er fjölluðu um naut-
griparæktarmál. Fundirnar voru ekki vel sóttir og haml-
aði því veður. Var ákveðið að ég kæmi aftur til funda
í Skagafjörð um vorið, og gerði ég það. Sótti ég, ásamt
Agli Bjamasyni liéraðsráðunaut, fundi í öllum lireppa-
búnaðarfélögum í Skagafirði, er haldnir vom í apríllok,
og flutti erindi um nautgriparæktarmál. 1 marzmánuði
sóttum við Magnús Sigsteinsson þrjá bændafundi á Snæ-